Alþýðuhelgin - 24.12.1949, Page 53

Alþýðuhelgin - 24.12.1949, Page 53
JÓLAHELGIN 51 Fi h. af bls. 9. „Hjalíalín með hripið” ... Þá skrá hefur samið Jón Borgfirð- ingur, og hefur honum vafalaust ver- ið þetta kunnugt, enda búsettur á Akureyri um þær mundir. Má og segja, að greinin sjálf sé hér nokkurt vitni. Er eigi öðrum fremur til trú- andi að hafa sett hana saman en klerkinum á Bægisá. Grein síra Arnljóts er á þessa leið: „Þetta ár gjörðust mörg tíðindi og stór á landi voru. Þá lagði Sig- urður prestur niður embættið í Grímsey, en enginn vildi upp taka; tóku þá landregin það ráð, er ætla mátti að duga myndi, að selja prest- skap þar í eyjunni á uppboðsþingi, en enginn fannst bjóðandi. Nú var farið út á gatnamót, og skyldi þeim nauðgað þar inn að ganga; en þótt slíkt mætti þjóðráð heita, voru þá öll þeirra ráð „gjörð að heimsku:‘, er lesa má í Oddsannál eftir Þjóðólf úr Hvelli. „Þá gengu regin öll á rökstóla, ginnheilög goð, ok um þat gættusk“. Þarna sátu þau og leituðu góðra ráða, en í því bili reið af dómadags- ritgjörðin hans Hjaltalíns, og varð af brestur mikill en prestur enginn. Var þá enginn hlutur óttalaus á himni eður jörðu. Þau hrukku upp við hvellinn heldur óþyrmilega og lituðust um. Segja þá sumir menn, að hafi þau séð í sýn hvar Hjaltalín fór norður „kaldan Kjöl“, með hrip á^ baki; sáu nú skjótt hvað um var að vera, að eigi myndi Hjaltalín ætla í skreiðarför til Arnarvatns sem Hallmundur forðum, þótt fiskilítið væri í Revkjavík, heldur myndi hann ætla sér að sækja Grímseyinga og bera til lands. „Eigi er ráð nema í tíma sé tekið“, sögðu regin í einu hljóði, „og leitum stjórnarinnar“. „Dugðu nú, Hvíti-Kristur!“ sagði Hallfreður. Með slíku andvarpi eða öðru enn kristilegra sendu þau Grímseyjarmál í hendur stjórnarinn- ar. En nú er að segja frá Hjaltalín. Hann hélt norður fjöll og stikaði heldur stórum. Gekk liann um hlað á Möðruvöllum, það er nú amt- mannssetrið. Segir nú ekki af ferð- um hans fyrr en hann kom að sjó fram og óð á sæinn út. En er hann kom út á mitt Grímseyjarsund, drifu að honum sjófuglar hópum saman og urpu í höfuð honum; voru þar komnir svartbakar og grábakar, fýlungar og skúmar, skeglur og krí- ur, langvíur og stuttnefjur, álkur og fóhellur, lómar og skarfar; af öllu þessu varð maðurinn hvítur sem dritsker til að sjá. En Hjaltalín, sem aldrei varð örþrifs ráða, greip til þess, er var hendi næst, en það var blað úr Berlingi, er hafði að geyma kláðasögu hans frá íslandi og önnur stórtíðindi. En nú urðu þau undur og umskipti, er fáir trúa myndu, fuglarnir liðu í öngvit og duttu sem dauðir niður á sæinn — svo bilt varð þeim hræfuglunum, er þeir litu ör- lygi Hjaltalíns, að þeir hnigu fvrir sjóninni einni saman. Nú hefði Hjaltalín tekið Grímsey, borið eyj- arskeggja til lands og sökkt eyj- unni, ef vættur Grímseyinga hefði eigi dugað þeim. Hyggja menn að það sé sá, er fyrstur hafi Grímur heitið, og segja það sumir menn, að eyjan dragi þar af nafn sitt. Hann kom nú á móti Hjaltalín og blés ógurlega. Nú sá Hjaltalín sitt ó- vænna, og er það sagt, að hann hafi það eitt sinn runnið á ævi sinni, er hann hörfaði undan Grímseyjar- Grími. Nú er Hjaltalín var á land kominn, leið á hann ómegin af því öllu saman, göngunni, hræfugla- ganginum og óttanum. Hefði Hjalta- lín legið þar til Ragnarökkurs, ef hann hefði eigi borið á sér pelann góða Berlingsnaut. Þennanpela hafði Berlingur gefið honum að ritlaun- um, fullan af lífsmiði þeim, er lærð- ir menn nefna ákavíti; en áður Hjaltalín hóf norðurgöngu sína, mengaði hann mjöðinn valsalegi þeim hinum dýra, til heilindis sér og sælgætis. Skjótt er frá að segja, Hjaltalín þreif pelann Berlingsnaut tveim höndum, setti á munn sér og hneifði af; liðu honum þá viturleg orð af vörum, þau er lengi munu uppi vera: „Smá-mýgi ég smá- skömmtunum!“ En nú er frá því að segja, er Grímseyjarmál kom í hendur lands- stjórninni. Svo var rekið á eftir máli þessu, að það var eigi fullt ár á leið- inr.i gegnum völundarhúsið; segja þó kunnugir menn, að húsið það sé á lengd rétt á borð við Surtshelli, en ákaflega krókótt, og allt heldur á fótinn, enda kvað þá hafa verið því- líkt kast á málinu, er það kom í hendur konungi, að hann fengi eigi ráðrúm til að lesa bað ofan í kjölinn, áður hann skrifaði undir. Er þá svo sagt, að ráðgjafi' konungs, sá er Sjóður heitir, hafi staðið hjá högg- dofa, horft á og mælt: „Eigi var hann tómlátur núna, mörlandinn.“ SÉRA BJÖRN YRKIR. . Nú mun það hafa verið, eftir að grein Arnljóts í Norðanfara kom út, sem síra Björn Halldórsson í Lauf- ási orti hið snjalla gamankvæði sitt, „Grýlukvæði Grímseyinga“, sem get- ið var um í upphafi þessa máls. Um- gerð kvæðisins er sú, að bóndinn á bænum er farinn í kaupstaðarferð til lands á skipi sínu, en konan situr heima undir syni sínum og kveður þetta: 1. Einatt hef ég horft í land. Hrædd er ég um skipið, að það sigli upp í sand, eða hreppi meira grand og reki sig á Hjaltalín með hripið. 2. Heyrt hef ég, að Hjaltalín hafi börnin gripið, hrúgað þeim í hripin sín. Hljóðaðu ekki, gæzkan mín! því annars kemur Hjaltalín með hripið. 3. Hafið veður Hjaltalín, hann á ekkert skipið. Blessuð litlu börnin mín bera vill hann heim til sín. Æ, slæmur. er hann Hjaltalín með hripið. 4. Hér skalt þú ei, Hjaltalín, hjá mér neitt fá gripið. Blesuð litlu börnin mín berðu aldrei heim til þín. Og vertu á burtu, Hjaltalín með hripið. 5. Farðu að sofa, Mangi minn. Á morgun kemur skipið. I

x

Alþýðuhelgin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.