Alþýðuhelgin - 24.12.1949, Side 23
JÖLAHELGIN
21
son rammkaþólskur, því hann trúir
cins og Þorlákur helgi, liíi Jón Guð-
mundsson, liíi Þjóðólfur, skál, surs-
um corda, sursum, laus dco semper,
minn Jón, minn einasti Jón, sursum!
Jón: Ja, ég.trúi ekki á páfann og
ekki á helga menn.
Dj.: Enginn trúir á páfann og cng-
inn á helga menn.
Jón: Altso er ég kaþólskur.
Dj.: Já!
Jón: Lad goae!
Dj.: Dominus tecurn, Jón Guð-
mundsson!
Jón: Ég er altso kaþólskui'?
Dj.: Já, kærðu þig bölvaðan og
drekktu, Jón!
Jón: Ætli ég komi þá í himnaríki?
Dj.: Þá þekki ég illa Finnstein, ef
þú kemur ekki þar, Jón.
Sancta Birgitta (úr himninum):
Djúnki, þú ert vi'övlari.
(Einn Finnlappi með fimm grað-
hreina.)
Dj.: Ecce, Jón Guðmundsson, þetta
er einn af mínum lærisveinum.
Jón: Það er so, sá er gáfulegur!
Ég vil ekki tala við þennan dóna.
Lappinn: Sælir nú, Djúnkófskur
minn, ég hef verið að leita að yður
í þrjá daga.
Dj.: Hvað cr nú, sursum corda?
Lappinn: Ja, ég hef nú engin önn-
ur ráð en að biðja yður að umvenda
þessum graðhreinum, þeir láta mer-
arnar aldrei í friði og það er þvílíkt
andskotans drasl heima hjá okkur af
þessu stóði, að það tekur ekki tali.
Dj.: Rekið graðhreinana hingað.
Lappinn: Ja, cinn snýr rassinum
að, cn hann slær ekki.
Dj .: Dominus vobiscmn, bai’a hann
slái ekki fret framan í mig.
Lappinn: Það gerir ekkert til.
Dj.: Das sind böse Thicren, man
mutz sie convertieren. Hvar er bibl-
ían mín, ekki vænti ég þér hafið séð
hana hér, þér eruð svo glöggskyggn.
Ég gef yður náttúrlega konjak.
Lappinn: *Ja, ætli graðhreinarnir
batni þá?
Dj .: Já, en biðjið þér fyrir þeim.
Lappinn: Ja, ég held það hjálpi
lítið.
Dj .: Þa’ var satans. Hvar cr biblían
mín?
Lappinn: Hún liggur þarna á
hvalnum.
Dj.: Mikill ræfill Jón Guðmunds
son, komdu nú með liækjuna til að
krækja í biblíuna.
Lappinn: Á ég að ná hækjunni,
hún liggur hérna á hrosshveli?
Dj.: Já, lapm.
Lappinn: Það kostar einn pela.
(Nær hækjunni.)
Jón: Nú ætla ég að leggjast flatur
og ná biblíunni. (Nær biblíunni.)
Dj.: Taktu nú einn konjak og so
skulum við ríða hvölunum austur að
Kirkjubæjarklauslri og ég skal vcrða
þar ábóti.
Jón: En hvað á ég að vera?
Dj.: Og þú getur ekki verið nema
Jón Guðmundsson.
Jón: Já, við skulum fara heim.
Dj.: Já, og so skulum við senda
Sveinbirni Iiallgrímssyni öll verkin
mín.
Jón: Nei, hann vill ekki hafa þau.
(Stíga á hvalina.)
Hvalatvísöngur.
Nú berum við báðir Djúnka og Jón!
Vive la compagneia!
Ánnar er heilagur, annar er Ijón!
Vive la compagncia!
Vive la, vive la, vive la!
Va!
Vivc la, vivc la,
hopsasa!
Vive la compagncia!
Sveinbjörn og Lúter og Sigurður sýr!
Vive la compagneia!
Og Karlamagnús keisarinn dýr!
Vive la compagneia!
Vivc la, vivc la, vive la!
Va!
Vive la, vive la,
hopsasa!
Vivc la compagncia!
Venus og Bacclius og stúlkur og
staup'
Vive la compagneia!
Brennivínsflöskur og höfrunga-
hlaup!
Vivc la compagncia!
Vive la, vive la, vive la!
Va!
Vive la, vive la,
hopsasa!
Vive la compagneia!
Kirkjubæjarklaustur og krofin og
smér!
Vivc la compagneia!
Miðnætursólin og marsvína hcr!
Vive la compagneia!
Vive la, vive la, vive la!
Va!
Vive la, vive la,
hopsasa!
Vive la compagneia!
Þetta eru nú originalitetin, og
vona ég að þú, sem ert af forlögun-
um forskánaður frá því að hafa and-
ast af þínum malheur, munir lesa
það með þeim sama anda og það er
gcrt. Komi Jón Guðmundsson aftur
— strax eftir að ég var farinn, þá
réðist hann á mig, eftir að hafa þókst
vera vinur minn. Þér hefur gróflega
íarið fram að skrifa siðan í skóla; ég
hcf ekki séð höndina þína síðan fyrr
en nú, en mér .held ég fari aftur. Lík-
lcga nennirðu að skrifa mér aftur,
svo ég eigi citt document frú Rúka,
frá þeim rauða, eineygða og harð-
svíraða Rúka, en hvað ætlar þú að
skrifa mér — ja, hvurnin á ég að
vita það? Þú veizt það náttúrlega
ekki sjálfur. Skrifaðu mér eitthvað
um Lauga Þórðarson, mig interesser-
ar hans Existence, og so vona ég þú
skrifir mér eitthvað annað, ég lifi
allur í norðri og þangað vill hugur-
inn helzt, sem hvítir tindar rísa í
glaðri himinsól, að gömlu landi ísa
— nescio virtus erat. Það er leiðin-
legt fyrir þig að púla í þessu lexi-
coni og fá ekkert fyrir það — það er
hreint desperat. Láttu ekki líða
langt áður en þú skrifar mér, maður
er hér eins og soltinn, glorhungrað-
ur hræfugl, sem mænir helþrungnu
auga írá ófrjávri öldu upp að bros-
andi grund — hér fer nú bréfið að
minnka, ideerne halda þó töluvert
áfram, ef menn nenntu að skrifa
allan þann sæg, sem fyrir hugann
ber; heimurinn er stór, myndirnar
margar og sálin djúp; nú cr farið að
dimma hér, platanarnir og akasíu-
trén kasta dimmum skuggum á
grundirnar, og kóngurinn af Belgíu
hvílir í ólympiskri ró undir gamalli
eik, eins og gömul, ossiansk hetja,
íhugandi langar stundir frægðar-
glaðrar ævi, þegar kapparnir sveifl-
uðu blámönnum og illþýði á sveiflu-
háum klofbrögðum niður til helvítis,
og Sigurður Jórsalafari hræddi Kir-
jalax svo hann grét og fékk Jóhann
Sólskjöld til að kveða Bernótusar-
rímur fyrir Sigurði Jórsalafara.
Lifðu vel, Rúki, ég lcgg bréfið innaní
til annars manns, af því ég veit ekki
hvar þú býrð. Hin norræna Babýlon
er stór, en maðurinn lítill.
Þinn B. Gröntlal*