Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2007, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2007, Qupperneq 11
DV Helgarblað föstudagur 10. ágúst 2007 11 Ung og læra glæpi af þeim eldri Glæpum ungmenna fjölgar, þeir verða sífellt yngri sem komast í kast við lögin og afbrotin eru orðin alvarlegri en áður. Yfirvöld standa á hliðarlínunni á meðan ástandið fer versnandi. Meðferðarúrræði eru ónóg og sérhæft starfs- fólk vantar. Lykilatriðið er þó að stjórnvöld setji meira fjármagn í þennan málaflokk. „Ég vil ekki lesa dóminn hans. Það er of erfitt,“ segir Baldvin Nielsen, faðir 19 ára drengs sem nýlega var dæmdur í 21 mánaðar fangelsi fyrir fjölda brota. Sonur Baldvins, Sigur- björn Adam Baldvinsson, afplánar nú dóm á Litla-Hrauni. Hann á að baki ofbeldisglæpi, fíkniefnamis- ferli og þjófnaði. Sigurbjörn er eitt þrettán ungmenna sem í júlí voru dæmd fyrir ótal afbrot landshorna á milli. Glæpum ungmenna fjölgar, þeir sem komast í kast við lögin verða sífellt yngri og afbrotin eru orðin alvarlegri en áður. Yfirvöld standa á hliðarlínunni á með- an ástandið fer versnandi. Með- ferðarúrræði eru ónóg og sérhæft starfsfólk vantar. Lykilatriðið er þó að stjórnvöld setji meira fjármagn í þennan málaflokk sem virðist ekki ofarlega á forgangslistanum. Hópnauðgun í lagi „Mér finnst mannslífið hafa misst gildi sitt,“ segir Guðmund- ur Týr Þórarinsson, betur þekkt- ur sem Mummi í Götusmiðjunni. Hann hefur starfað í um fjórtán ár að meðferðarmálum. „Virðingu fyrir fólki hefur hrakað. Í ákveðn- um hópum er í lagi að hópnauðga strák eða stelpu. Siðferðið í dóp- istaheiminum hefur aldrei ver- ið mikið en nú er fólk orðið mun firrtara. Það er ekkert tiltökumál að sparka tennurnar úr liggjandi manni í dag.“ „Við verðum reið þegar við heyrum af ungu fólki sem virðist ekki bera virðingu fyrir neinu og vílar ekki fyrir sér að lemja saklaus- an vegfaranda eftir að hafa rænt hann,“ segir Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur. „Við upplifum þessar tilfinningar því við erum mannleg. Það er þó nauðsynlegt að við komum til hjálpar þess- um minnstu meðbræðrum okkar. Þetta eru þeir sem eiga sárast. Sið- að samfélag hlýtur að aðstoða þá.“ Erlendur S. Baldursson, deild- arstjóri hjá Fangelsismálastofnun ríkisins, staðfestir að yngsti fang- inn á Litla-Hrauni í dag sé fimmt- án ára gamall. Hann segir að það sé ekki fyrr en það telst þaulreynt að viðkomandi geti ekki dvalist á meðferðarheimili sem ungmenni eru send í fangelsi. Frá árinu 2000 hafa sjö einstaklingar undir átján ára aldri verið dæmdir til fanga- vistar. Meðaltalið er því einn á ári. Sjaldgæft er þó að þessi ungmenni afpláni dóm sinn í fangelsi því þau eiga þess kost að fara frekar á með- ferðarheimili. Vandinn byrjar í leikskóla Baldvin Nielsen segist ekki hafa orðið hissa á því að sonur hans hafi farið út í afbrot. „Við bjuggum í Danmörku þegar hann var barn og þar var mér sagt að ef hann fengi ekki þann stuðning og hlýju sem hann þyrfti myndi hann fara út af brautinni.“ Sex ára gamall var Sigurbjörn Adam greindur með ADHD, ofvirkni og athyglisbrest. „Sérfræðingar sögðu mér að þetta yrði erfitt og þeir höfðu rétt fyrir sér.“ Sem foreldri er Baldvin ósátt- ur við kerfið hér á landi. Honum fannst mun betur haldið utan um mál sonar síns í Danmörku. Þar starfaði einn félagsráðgjafi náið með honum sem hafði góða yf- Erla Hlynsdóttir blaðamaður skrifar: erla@dv.is Framhald á næstu opnu Ívar aron Hill Ævarsson Er 21 árs síbrotamaður sem dæmdur hefur verið í 30 mánaða fangelsi fyrir fjölda brota, þar á meðal fyrir fjársvik og vörslu fíkniefna. Þá bar hann fyrir dómi að hafa ásamt félögum sínum tekið þátt í að stela farsíma af blaðbera. ástæða þjófnaðarins var sú að þá vantaði pening fyrir fíkniefnum og ákváðu að ræna næsta vegfaranda.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.