Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2007, Qupperneq 20

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2007, Qupperneq 20
Menning föstudagur 10. ágúst 200720 Menning DV Taílandsveisla í Ráðhúsinu Taílendingar efna til hátíðar í Ráðhúsi Reykjavíkur kl. 13 á morgun í tilefni áttræðisafmælis Taílandskonungs, hans hátignar Bhumibol Adulayadej. Af þessu tilefni eru haldnar hátíðir um heim allan sem helgaðar eru lífi og starfi konungs. Dagskrá hátíðarinnar samanstendur af tískusýningu, söng og danssýningu og eru allir velkomnir. Ólafsfell og Mál og menning - Heimskringla ná samkomulagi: Bókaútgáfa Eddu seld Ólafsfell ehf., félag í eigu Björgólfs Guðmundssonar, og Mál og menn- ing - Heimskringla ehf. (MMH) hafa samið um kaup þeirra síðarnefndu á allri almennri bókaútgáfu Eddu útgáfu. Kaupin eru gerð með fyrir- vara, meðal annars um samþykki félagsráðs MMH. Kaupverð verð- ur ekki gefið upp. Jafnframt hefur verið ákveðið að bókaklúbbar Eddu verði sjálfstæð rekstrareining í eigu Ólafsfells. Árni Einarsson verður forstjóri útgáf- unnar. Óhætt er að segja að Edda hafi verið leiðandi í bókaútgáfu hér á landi undanfarin ár. Bækur félagsins hafa verið gefnar út undir merkjum Máls og menningar, Vöku-Helga- fells, Iðunnar, Forlagsins og Al- menna bókafélagsins. Auk þess hef- ur félagið verið öflugt í kortaútgáfu og rekið réttindastofu sem komið hefur á ótal mörgum samningum um útgáfu á íslenskum skáldverk- um erlendis. Velta almennu bóka- útgáfunnar var um 950 milljónir króna á síðasta ári. Bókaklúbbar Eddu hafa um skeið verið reknir sem sjálfstæð eining innan Eddu útgáfu og hefur verið stöðugur vöxtur hjá klúbbun- um. Félagafjöldi hefur til að mynda tvöfaldast frá árinu 2002. Í sjálf- stæðu félagi stefna bókaklúbbarnir að auknu samstarfi við allar helstu bókaútgáfur. „Ég er ótrúlega spennt. Mig hef- ur líka lengi langað til að halda tón- leika hér heima og spila fyrir vini og fjölskyldu og alla hina sem lang- ar að sjá okkur,“ segir Hafdís Huld Þrastardóttir tónlistarkona þegar hún er spurð hvernig það leggist í hana að koma fram á sínum fyrstu sólótónleikum á Íslandi. Tónleik- arnir fóru fram í Salnum í Kópavogi í gærkvöldi en Hafdís kom þar fram ásamt hljómsveit sinni sem skip- uð er krökkum sem hún kynntist þegar hún stundaði nám við The London Centre of Contemporary Music, þeim Alisdair Wright, Söruh Croft og Steve Ling. Næst munu þau troða upp hér á landi á Iceland Airwaves í haust. Sólóferillinn byrjar vel Í London lagði Hafdís stund á nám í söng, tónsmíðum og upp- tökustjórn og útskrifaðist í fyrra- sumar með hæstu meðaleinkunn og hæstu einkunn úr söngdeild skólans. Frá því hún hætti í Gus Gus og settist á skólabekk söng Hafdís og samdi tónlist með bresku danshljómsveitinni FC Kahuna. Hún söng meðal annars inn á tvær smáskífur sveitarinnar og ferðað- ist með FC Kahuna í rúmt ár sem gestasöngkona og kom fram á mörgum þekktustu tónlistarhátíð- um heims. Sólóferill er hins vegar það sem þessi unga – en reynda – söngkona einbeitir sér að í dag og er óhætt að segja að hann fari vel af stað. Fyrsta sólóplata Hafdísar, Dirty Paper Cup, kom út síðastliðið haust í Bretlandi á vegum Redgrape Records og síðan þá hefur hún komið út á Spáni, í Frakklandi og á Norðurlöndunum. Platan var valin poppplata ársins 2006 á Íslensku tónlistarverðlaununum í janúar og hún hefur fengið afar lofsamlega dóma í hinum ýmsu blöðum, þar á meðal Guardian, Independent og Clash Magazine. Undanfarna mán- uði hafa Hafdís og hljómsveitin svo túrað um hluta Evrópu til að fylgja plötunni eftir. En góðir dómar eru eitt, góð sala annað. Hefur Dirty Paper Cup selst vel? „Já, en ekkert svona allt í einu Langt er um liðið síðan Hafdís Huld Þrastardóttir kom fyrst fram á sjón- arsviðið í íslensku tónlistarlífi, þrátt fyrir að hún sé einungis 28 ára. Haf- dís var 15 ára þegar GusGus-ævintýrið hófst árið 1995 en fjórum árum og tveimur plöt- um seinna sagði hún skilið við sveitina. Í dag vinnur hún hörðum höndum að því að skapa sér nafn sem sólótónlistarmaður og í gærkvöldi hélt hún sína fyrstu sólótónleika á Íslandi. Blaðamaður DV ræddi við Hafdísi daginn fyrir tónleikana. Bækur Velta almennrar bókaútgáfu Eddu var um 950 milljónir króna á síðasta ári. BÓKAÚTGÁFA ÞARF LÍKA PRINSESSUR Á milli tveggja lista Hafdís Huld hefur daðrað nokkuð við leiklistargyðjuna í gegnum tíðina, lék í kvikmyndunum Íslenska draumnum og Villiljósi. „Ég hef voðalega gaman af leiklist og á tímabili velti ég fyrir mér hvort mig langaði að einbeita mér að tónlist eða leiklist.“ d V m yn d á sg ei r Draumar á safni Sýningin Draumar á safni var opnuð í anddyri Amts- bókasafnsins á Akureyri í gær. Sýningin er samstarfsverkefni Draumasetursins Skuggsjár, Amtsbókasafns og Héraðs- skjalasafns. Draumar á safni birtir fróðleik um drauma, draumatákn og draumaráðn- ingar í Eyjafirði með margvís- legum bókakosti úr eigu safn- anna og veggspjöldum. Einnig verður til sýnis stuttmyndin DreamReality sem tekin var á Íslandi og unnin sem loka- verkefni við Metropolitan Film School í London. Sýningin stendur fram í september og er öllum opin á hefðbundn- um afgreiðslutíma Amtsbóka- safnsins. Thor Jensen í Viðey Guðmundur Magnússon, blaðamaður og ritstjóri, gengur um Viðey á sunnudaginn og segir gestum frá Thor Jensen, ævi hans og störfum í eynni. Thor var einhver mesti fram- kvæmdamaður sem á Íslandi hefur lifað, frumkvöðull um innlenda verslun, í útgerð og í ræktun. Hann var óvenjulega hugmyndaríkur og undi sér helst ekki nema hann stæði í stórframkvæmdum. Gangan hefst með siglingu frá Sunda- höfn klukkan 14.15 og tekur um eina klukkustund. Leiðsögnin er ókeypis fyrir utan ferjutoll sem er 800 kr. fyrir fullorðna en 400 kr. fyrir börn. Spjallað við Daníel Ólöf K. Sigurðardóttir sýn- ingarstjóri ræðir við lista- manninn Daníel Björnsson í Hafnarhúsinu á sunnudaginn. Daníel er fjórði listamaðurinn sem sýnir í sýningaröð D-salar safnsins en sýningaröðin er helguð ungum listamönnum sem ekki hafa sýnt í stærri söfn- um landsins áður. Daníel lauk BA-námi í myndlist við Listahá- skóla Íslands árið 2002 og hefur síðan verið virkur í sýninga- haldi á Íslandi og erlendis. Sýn- ingu Daníels lýkur sunnudag- inn 19. ágúst. TÓNLIST
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.