Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2007, Qupperneq 36
föstudagur 10. ágúst 200736 Sport DV
Á hverju ári kemur fjöldi nýrra leikmanna inn í ensku úrvalsdeild-
ina. Liðin eyða háum fjárhæðum í nýja menn sem standa sig mis-
vel eins og gengur og gerist. BBC valdi tíu leikmenn sem koma nýir
inn í deildina og gætu haft mikil áhrif á lið sín á tímabilinu.
FERNANDO TORRES – Liverpool
Þegar rafael Benítez keypti torres á 3,3 milljarða
íslenskra króna, 26 milljónir punda, sendi hann
einnig þau óbeinu skilaboð að nú ætlaði
Liverpool að vera með í baráttunni um
Englandsmeistaratitilinn. torres er kraftmikill
sóknarmaður sem skortir aldrei sjálfstraust.
Hann hefur allt sem þarf til að verða stórstjarna
í ensku úrvalsdeildinni en mörg lið hafa horft
löngunaraugum til hans síðustu ár. stuðnings-
menn Liverpool vona að hann nái að aðlagast
enska fótboltanum öfugt við landa hans,
fernando Morientes.
NANI – Manchester United
Nani fetar í fótspor Cristianos ronaldo en aftur
leitaði sir alex ferguson til sporting Lissabon í
Portúgal. Nani er tvítugur að aldri og spáð bjartri
framtíð. Paolo sousa, fyrrverandi stórstjarna
Portúgala, hefur haldið því fram að Nani gæti
orðið besti knattspyrnumaður heims eftir nokkur
ár. Nani er sókndjarfur vinstri vængmaður sem
býr yfir mikilli tækni og hraða. ferguson hugsar
hann líklega sem arftaka giggs í framtíðinni.
Miðað við hvað ferguson hefur gert
með ronaldo er aldrei
að vita hvað
hann getur gert
úr Nani.
ROQUE SANTA CRUZ –
Blackburn
Það vakti mikla athygli þegar
santa Cruz gekk í raðir
Blackburn frá þýska liðinu
Bayern München. Mark
Hughes, stjóri liðsins,
fagnaði því að klófesta
þennan leikmann sem ætti
að vera hættulegur í loftinu í
vítateig andstæðinganna.
Hann missti sæti sitt hjá þýska
liðinu eftir komu Miroslavs
Klose og Luca toni. Hann hefur
aldrei verið þekktur fyrir mikla
markaskorun, skoraði 31 mark í 155
leikjum fyrir Bayern.
DAVID NUGENT –
Portsmouth
Harry redknapp fer oft ótroðnar
slóðir og hann fór veg sem fáir
þorðu að fara þegar hann
borgaði Preston sex milljónir
punda fyrir david Nugent. um
tíma leit út fyrir að leikmaðurinn
færi til Everton en david Moyes
vildi ekki borga svona mikið fyrir
hann. sunderland tók þátt í
baráttunni um Nugent en dró sig
fljótlega út úr henni. Margar
efasemdaraddir eru uppi um hvort
Nugent hafi það sem þarf til að fóta sig í
ensku úrvalsdeildinni en hann skortir hraða. Hann
á það þó á ferilskránni að hann skoraði fyrir enska landsliðið á
síðasta tímabili, þótt það mark hafi verið einstaklega ófagurt. Ef
hann slær í gegn yrðu það allavega mikil vonbrigði fyrir þá á
goodison Park.
YOUNES KABOUL –
Tottenham Hotspur
roma og Inter á Ítalíu reyndu
að hreppa þennan fyrirliða
u21 landsliðs frakklands en
Martin Jol, stjóri tottenham,
var á tánum og fékk hann til sín.
Kaboul er snöggur og kraftmikill
leikmaður með góða tilfinningu fyrir
boltanum, það er ekki mikið meira
sem maður þarf að hafa. Hann mun fá
harða samkeppni um sæti í liðinu frá
þeim Michael dawson og Ledley King.
Hann fórnar sér fyrir liðið sem sannast á
því að hann missti nokkrar tennur í
æfingaleik fyrir skömmu. Ef hann nær að
aðlagast enska boltanum fljótt mun hann hafa
mikil áhrif á White Hart Lane.
CARLOS EDWARDS –
Sunderland
roy Keane, stjóri sunderland,
keypti Edwards frá Luton í
janúarglugganum þegar sunderland var í
1. deildinni. Hann var fljótur að borga sig með því að sýna
frábæra frammistöðu þessa síðustu fjóra mánuði. Hann
skoraði tvö mögnuð mörk af löngu færi og átti sinn þátt í
því að sunderland komst upp. Þessi 28 ára
vængmaður hefur enga úrvalsdeildarreynslu
en vakti athygli með landsliði trínidad og
tóbagó á heimsmeistaramótinu í fyrra.
EDUARDO DA SILVA – Arsenal
Ekki sá leikmaður sem búist var við að yrði fenginn til
arsenal eftir að thierry Henry var seldur. Það má þó
ekki gleyma því að arsene Wenger, stjóri arsenal, er
með öflugt net njósnara um allan heim sem vita sínu
viti. Wenger og félagar trúa því að þessi 24 ára
leikmaður, Króati af brasilískum ættum, hafi það
sem þarf til að slá í gegn í ensku
deildinni. tekin er ákveðin áhætta
með því að veðja á leikmann sem
hefur enga reynslu af ensku
úrvalsdeildinni en ákvarðanir
Wengers eru sjaldan dregnar í efa.
FLORENT MALOUDA – Chelsea
franski leikmaður ársins 2006 á að auka gæðin í Chelsea-liðinu. Hann
hefur þegar sýnt það með félagsliði og landsliði hve góður leikmaður
hann er. sumarið var óvenju rólegt hvað varðar leikmannaviðskipti
hjá roman abramovich og félögum en Malouda er maðurinn sem
mestar væntingar eru gerðar til. Það er ljóst að hann er hverrar krónu
virði ef Chelsea nær því markmiði að endurheimta enska meistaratitil-
inn á stamford Bridge.
STEVEN PIENAAR – Everton
stefna Everton er að halda framförunum áfram
og verður spennandi að sjá hvort Pienaar getur
hjálpað til við það en hann kemur til liðsins á láni í eitt
tímabil. Þegar hann var yngri var hann talinn gríðarlegt
efni og verður athyglisvert að sjá hvort hann geti
endurheimt orðspor sem hann skaðaði með misheppn-
aðri dvöl hjá Borussia dortmund í Þýska-
landi. Pieenar getur
spilað á báðum
vængjunum eða í
fremstu víglínu.
ROLANDO BIANCHI – Manchester City
Bianchi er fyrsti leikmaðurinn sem sven-göran Eriksson fékk til sín en hann
kom mjög á óvart í ítalska boltanum á síðasta tímabili og skoraði átján mörk
fyrir reggina. Nú ætlar þessi 24 ára leikmaður að sýna sig og sanna í enska
boltanum en hann á að baki leiki með u21 landsliði Ítalíu. Hann hefur náð að
skora á undirbúningstímabilinu en er samt nær óskrifað blað á Englandi.
stuðningsmenn City vona innilega að hann feti ekki í fótspor Bernardos Corradi og
georgios samaras sem fundu sig ekki hjá liðinu.
Kúlu fyrir kúlu verður byrjandinn að meistara
Púlborð
billiard.is
Suðurlandsbraut 10
S. 568 3920 & 897 1715
Hágæða 8 feta púlborð
á einstöku verði