Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2007, Side 54
Mér finnst erfitt að dæma leiki á Play-
station 3. Það er vegna þess að leikir
á tölvuna eru svo svakalega flottir og
stórbrotnir, að gamall PS2-hundur
eins og ég ýlfrar bara. Það er því erfitt
að lamast ekki af lotningu og skella
fjórum til fimm stjörnum á alla leiki,
þar sem það vantar einhvern leik,
sem setur standardinn fyrir hina.
Darkness er mjög góður leikur. Án
nokkurs efa, næstbesti leikurinn
sem ég hef spilað á PS3, á eftir Re-
surection the fall of man. Leikurinn
er byggður á myndasögu og fjallar
um mafíumorðingjann Jackie Esc-
ado, sem lendir í djúpum á 21 árs af-
mælinu sínu þegar einhver djöfull
heltekur hann og Paulie frændi og
mafíuforingi ákveður að lóga hon-
um. Upphefst þá svakaleg hefndar-
för, með öllu tilheyrandi. Leikmenn
hlaupa um götur New York-borgar
með eina 357 Magnum í annarri og
Glock í hinni. Þegar maður hefur svo
djöflast nógu mikið í NY, fer maður
að flakka á milli heima, en djöf-
ullinn sem hefur heltekið
mann kallast The Darkness
og býr í einhverjum spúkí
undirheimum. The Darkness
er toppleikur. Reyndar varð ég
nokkrum sinnum alveg skít-
hræddur í honum, sem er ekki
kúl. Leikurinn spilar líka eins og
RPG leikur af og til. Menn þurfa að
afla upplýsinga og tala við einhverja
ómaga til þess að fá réttar upplýs-
ingar. Grafíkin er geðsjúk, sem ger-
ir leikinn að algjöru konfekti. Helsti
galli leiksins þótti mér vera djöfull-
inn sem heltekur mann, en ég var
lengi að læra á kerfið og fannst það
pirrí pú. Er það ekki bara?
dóri dna segir:
&
U m s j ó n : D ó r i D N A N e t f a n g : d o r i @ d v . i s
föstudagur 10. ágúst 200754 Helgarblað DV
leikirtölvu
Worms Open Warfare 2 - NDS/PSP
silverfall - PSP
darkness - PS3/XboX360
Ninja gaiden sigma - PS3/XboX360
ratatouille - PC/PSP/PS2/PS3/XboX360/
NDS/GbA/ Wii
Kíktu á þessa
leiKjatölvur
Fyrr í mánuðinum var haldin Blizzcon-ráðstefnan þar sem næstu afurðir tölvuleikja-
risans Blizzard voru kynntar.
Andlit komin
fyrir fifA 08
Knattspyrnumennirnir Ronaldinho,
Guillermo ochoa og Josmer „Jozy“
Altidore eru andlit Fifa 08 í ár.
Altidore, sem leikur
fyrir knattspyrnulið-
ið The New York Red
bulls, er næstyngsti
íþróttamaður
sögunnar til þess að
komast framan á
tölvuleikjahylki frá
EA. Sá yngsti var
hinn knái Freddy Adu sem var aðeins
16 ára gamall þegar hann var framan
á bandarískri útgáfu Fifa 06. Þá hefur
það einnig verið tilkynnt að Amare
Stoudamire, leikmaður Phoenix
Suns, sé andlit NbA Live 08.
80 gb PS3 nú
fáAnleg
Það er aðeins liðinn mánuður síðan
sony-menn tilkynntu útgáfu stærri
Playstation 3-tölvu, eða með 80 gb
hörðum diski, sem er 20 gb meira en sú
fyrri bauð upp á. tölvan er nú komin út í
Bandaríkjunum og kostar þar 599 dali. á
sama tíma og útgáfa stærri tölvunnar var
tilkynnt lækkaði verð Ps3 um 100 dali í
Bandaríkjunum og seldust tæplega 100
þúsund eintök í Bandaríkjunum bara í
júnímánuði af gripnum. sú ódýra verður
enn fáanleg í
verslunum í
BNa þar til í
haust, en þá
búast sony-
menn við að
hún verði
einfaldlega
uppseld.
ÓdýrAri XboX í
bAndAríkjun-
um
Lengi var orðrómur á kreiki um að
Microsoft hefði í hyggju að lækka
verðið á Xbox-tölvum í bandaríkjun-
um. Sú saga reyndist sönn en í
vikunni lækkaði Xbox-tölvan í verði til
muna. Xbox premium-pakkinn í
bandaríkjunum kostar nú 349 dollara,
en kostaði áður 399. Xbox-tölvan ein
og sér kostar 279 dollara en kostaði
áður 299 og Elite-pakkinn lækkaði
um 30 dollara. Ekki hafa
neinar fregnir um
verðlækkanir á
gripnum í Evrópu verið
gefnar út ennþá.
Þann 3. ágúst hélt tölvuleikjafram-
leiðandinn Blizzard nokkurs konar
ráðstefnu, Blizzcon, þar sem næstu
afurðir fyrirtækisins voru kynntar.
Það sem mestan áhuga vakti á ráð-
stefnunni var næsta viðbót við tölvu-
leikinn World of Warcraft. Viðbót-
in heitir Wrath of the Lich King. Þeir
sem sóttu ráðstefnuna fengu að sjá
sýnishorn af viðbótinni, sem býður
meðal annars upp á hærra level-þak
eða upp í 80, nýja óvini, ný vopn og
auðvitað nýtt landsvæði. Svæðið er í
anda norrænnar goðafræði. Svæðið
heitir Northrend og innan þess svæð-
is má finna sérnöfn á borð við How-
ling Fjord, Utgard og Valgard, sem
eru væntanlega fengin beint úr goða-
fræðinni. Leikmenn þurfa að berj-
ast við hættulegar vættir, sem minna
um margt á víkinga, nema að þær eru
miklu stærri og sterkari. Þá má finna
persónur í viðbótinni sem heita nokk-
uð skemmtilegum nöfnum, til dæm-
is Ingvar the plunderer, sem ætti að
gleðja íslenska Wow-spilara. Það var
þó aðeins brotabrot af viðbótinni sem
var til sýnis á Blizzcon, en upplýsing-
ar um Death Knight, persónuna sem
leikmenn geta valið sér í framtíð-
inni, liggja enn ekki fyrir. Útgáfudag-
ur fyrir viðbótina hefur ekki verið
gefinn út. Á ráðstefnunni voru einn-
ig gefnar út frekari upplýsingar um
World of Warcraft-kvikmyndina, sem
á að koma út árið 2009. Það er kvik-
myndafyrirtækið Legendary Pictures
sem stendur að framleiðslunni ásamt
Blizzard, en kvikmyndin hefur verið á
teikniborðinu í tæp fimm ár. Legend-
ary hafa framleitt kvikmyndir á borð
við 300 og Batman Begins upp á síð-
kastið og sögðust þeir ekki ætla að
gera dæmigerða tölvuleikjakvikmynd
eftir Wow. Myndin á að verða stór-
brotin og epísk ævintýramynd í anda
Lord of the Rings og hljóðar fjárhags-
áætlun myndarinnar upp á 100 millj-
ónir dollara. Myndin mun gerast einu
ári áður en Wow gerist og fjallar um
baráttuna milli góðs og ills. Það verða
stórar orustur háðar og engu til spar-
að. Á ráðstefnunni var einnig kynntur
leikurinn Starcraft 2 og verður betur
fjallað um hann síðar. dori@dv.is
The Darkness
Skotleikur
PS3
tölvuleiKur
H H H H H
Hundarnir ýlfra yfir þessum
Darkness skuggaleg grafík.
Allt Að gerASt á blizz-
con-ráðStefnunni
Snjór og rugl Leikmenn verða
að komast í gegnum harða
náttúru Northrend.
Eins og í Noregi Wrath of the Lizard King, næsta viðbót við
Wow, er byggð á norrænni goðafræði að einhverju leyti.
Forkólfar blizzard og Legendary
Pictures ræddu um Wow-kvikmynd-
ina sem er væntanleg árið 2009.