Árbók skálda - 01.12.1956, Síða 14

Árbók skálda - 01.12.1956, Síða 14
12 ctnn og beið húsbónda síns. Og hún hafði heitan fugl í ofni, og hún lagði blauta rýju á skip fuglsins, svo að safinn rynni síður í burtu og til þess að hann væri mjúkur, þegar Hadrían kæmi heim. Og þar sem hún sat við glugg- ann, hugsaði hún mjög um ógæfu Hadríans, hvort ekki myndi leið að leysa hann úr álögum nornanna illu, sem gert höfðu honum ómálga svo ramman seið. En í því hún hugleiddi þetta, sá hún Hadrían koma ofan dalverpið niður með fljótinu. Hún lét sessu í hægindið, þar sem hann var vanur að sitja, og hún hellti bikar fullan af rauðu víni, sem hún hafði sjálf gert af drúfum úr garði Hadríans. Þegar hann var seztur, horfði hún lengi á hann, virti fyrir sér hin djúpu, bláu augu, sem eitt sinn um nótt höfðu litið nomir. Þegar hann hafði borðað lyst sína af ilmandi ketinu, færði hún honum sætan ávöxt og hnetur á hörpudiski, þá loksins spurði hún: — Fannst þú nokkuð, Hadrían? Hann horfði lengi á hörpudiskinn, starði inn í hyldjúpa fjarlægð, í ókunn lönd. — Fatíma, sagði hann, — ég fann óðjurt og smára við berghyl. Fatíma, á einni nóttu geta blóm þessi gert menn svo ríka, að hvorki kóngar né spá- menn hafa slíkt augum litið. Hann lagði sitt blómið í hvora hönd henni. Þá leit hún upp, og svipur hennar var dapur, er hún spurði: — Fannst þú ekkert annað, Hadrían? — Nei, Fatíma, sagði hann, og röddin var djúp og hrygg. Þegar hann var genginn út úr skálanum, byrgði hún andlitið í höndum sér og hvíslaði: — Hadrían, veslings friðlausi Hadrían, hví leitar þú óðjurtar og smára? Hví kalkar þú hús þitt innan? Hví þéttir þú þakið yfir höfði mínu, en hirðir eigi um það, sem mikilvægara er, hamingju þína, ó, Hadrían? Um nóttina gat hún ekki sofið. Hún gekk út að glugganum, sem stóð opinn, og regnið féll af ufsum hússins og máríustakkur og klukka drúptu. Um morguninn, þegar hún kom á fætur, var Hadrían horfinn, og blómin tvö höfðu visnað um nóttina. Þá gekk hún út í garðinn og sá slóð hans í dögginni. Þegar sólin kom upp, kraup hún í grasið og blessaði fótspor hans og bað Guð Fljótsins að vernda hann og vísa honum þá leið, er gæti leyst hann og veitt honum frið. Meðan sólin þerrði döggina af jörðunni, safnaði hún sprekum á arin húss- ins, og þegar hún kom heim, þó hún skálann innan og bjó sæng hans til nætur, svo sem hann væri genginn til verks milli dagmála og kvölds. Enn á ný talaði fólkið á fljótsbakkanum um Hadrían, sem komið hafði með gjafir frá nyrztu byggðum, og fólkið var dapurt og spurði: „Hvenær mun Hadrían koma heim? En dagamir studdu fingrum sínum á hörpu tímans, og fljótið rann sem gullinn strengur að hinum mikla ósi, og gaukurinn yfirgaf hreiður snípunnar og leitaði heitari landa. Þá var það eitt kvöld, er Fatíma sat við gluggann, að hún sá hvar Hadrían
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Árbók skálda

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók skálda
https://timarit.is/publication/1056

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.