Árbók skálda - 01.12.1956, Page 16
Hannes Pétursson:
I kirkjugarði
Þeir sem heyra ekki, sjá eða finna til framar
flytjast f garð sem þennan, til móts við hina
er sögðu: Við deyjum til Drottins og gamalla vina.
En Dauðinn sem hefur sigðina að vopni (og hamar?)
sendir menn aldrei þangað; þeir fá að sötra
þvalan ískaldan leir á meðan við teygum
sólskin og ilm svo hollan úr hreinum kerum
hásumarvindanna; aldrei mega þeir framar
una hjá sjónum, liggja á lynggrænni heiði
langa vomótt . . .
Þeir sem heyra ekki, sjá eða finna til framar
flykkja sér hingað í röðum, gráir á vanga;
húsin á eftir þeim stara dálitla stund,
stillt breiða út vængina hliðin sem þeir ganga.
Og allir leggja frá sér hin notuðu nöfn
á nýlega spýtu eða stein, og vinirnir koma
og krjúpa í góðu veðri um helgar á hnjánum,
hengja með varúð gegnum kumblanna þök
sængurhimna seigustu birkiróta;
svo þeir sem annars einskis fá að njóta
eiga þess kost á sumrin við og við
er fuglar syngja að seytla þá eftir trjánum.
Þó sterkir turnar —
Þó sterkir turnar hefji klukkurnar hátt
til himins frá þökum borganna, veiðir á daginn
slög þeirra í margföld net sín götugnýrinn
unz gleymast þau og hljóðna smátt og smátt;