Árbók skálda - 01.12.1956, Side 21

Árbók skálda - 01.12.1956, Side 21
19 Ég lét húfuna á mig í leiðslu. Þetta kom svo óvænt. Mér datt í hug að hjálpa yfirmanni mínum við leitina, en sá svo að mér og greip til sængur- versins. Konan engdist sundur og sarnan í brúarglugganum og hló eins og vitskert manneskja. Ég skáskaut mér fram hiá matsveininum og flýtti mér allt hvað af tók aftur í káetu og fleygði mér í næstu koju. Skömmu síðar kom matsveinninn á eftir mér, hrapandi niður stigann. Hann kraflaði upp í kojustokkinn minn, féll svo eins og skotinn fugl á bekkinn og tautaði: „Nik- olja heiti ég. Nikolja, það er ég." Síðan sofnaði hann. Brátt fylltist káetan af háværum mönnum, en ég gat ekki greint orðaskil, því að skrúfan var tekin að snúast og skipið skalf og nötraði. Ég lá lengi andvaka og sofnaði ekki fyrr en skipið var komið út á rúmsjó. „ R æ s ! " Beinaber krumla læsist í bringspelir mínar. Ég hrekk upp með andfælum. Roktimbraður haus Nikolja grúfir yfir mér, augun rauðsprengd og ægileg, og hár hans stendur út í loftið eins og skítugur fáni. „Já, upp!" Matsveinninn treður sér hálfum inn í lokrekkjuna og gnístir tönn- um. „Upp þinn djöfull! Þú skalt ekki leika sömu kúnstimar hér og sá sem ég hafði á Belgaum, ælandi og mígandi undir sig hvern dag og þóttist vera sjóveikur, en sprækur eins og graðfoli í höfnum. Upp!" Ég reyndi að rísa upp, en matsveinninn hélt mér niðri. Hann greip andann á lofti, spurði áfjáður: „Þú ert kannske veikur. Það er viðkvæðið hjá þeim. Segðu það," sönglaði hann annarlega, „segu það — og ég skal ..." Hann tútnaði út og grenjaði: „Og ég skal rota þig!" „Ég er," stundi ég, „ég er .. „Já, já! Ert hvað?" Það korraði í honum, og ég hélt að augun ætluðu út úr augnatóf tunum. „Ekki veikur." Ég brölti fram úr rekkjunni, en gætti ekki að veltingnum og féll á gólfið. Matsveinninn spurði þaðan sem hann stóð upp á bekknum: „Ætlarðu að leggjast fyrir þarna?" Ég gaf honum hornaugu meðan ég skreiddist á fætur. Það var runnið af honum, og ég sá hann nú í fyrsta sinn við fulla birtu. Hann virtist vera um fimmtugt, magur og beinaber, meðalmaður á hæð, og eitthvað svo kátlega fyrirferðarlítill í buxunum. Yfirbragðið var slavneskt. Húðin gulleit, og augun, svört eins og kolamolar og lítið eitt skásett, glóðu djúpt inni í höfðinu. Niður- andlitið var markað harðneskjulegum dráttum, en varimar fagurlega lag- aðar og rauðar. „Hefurðu hugsað þér að vinna á nærbuxunum?" „Neí." „Farðu þá í buxur. Þetta er ekkert baðhús." Meðan ég var að klæða mig í buxurnar hélt hann yfir mér stuttan fyrirlestur um stöðu mína, réttindi og skyldur á skipinu. Honum ætti ég að hlýða, honum einum og engum öðrum; ég væri hans maður og engra annarra, ekki einu sinni skipstjórans. „Þú ert lægst setti maðurinn á skipinu," lauk hann máli
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Árbók skálda

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók skálda
https://timarit.is/publication/1056

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.