Árbók skálda - 01.12.1956, Page 34

Árbók skálda - 01.12.1956, Page 34
Jón Eiríksson: Fyrir dyrum lögmálsins eftir Frcmz Kafka Fyrir dyrum lögmálsins stendur dyravörður. Til þessa dyravarðar kem- ur maður utan af landi og biður leyfis til inngöngu í lögmálið. En dyravörð- urinn segir, að hann geti ekki leyft honum inngöngu að svo stöddu. Mað- urinn hugsar sig um og spyr síðan, hvort hann muni fá inngönguleyfi síðar meir. „Það getur verið," segir dyravörðurinn, „en ekki núna." Þar eð hlið lögmálsins stendur jafnan opið og dyravörðurinn víkur til hliðar, beygir maðurinn sig til að sjá það sem fyrir innan er. Þegar dyravörðurinn verður þess var, þá hlær hann og segir: „Úr því að það freistar þín svo mjög, þá skaltu reyna að fara inn í trássi við bann mitt. En vita skaltu: ég er vold- ugur. Og ég er einungis neðsti dyravörðurinn. Frá einum sal til annars eru dyraverðir, sem eru hver öðrum voldugri. Jafnvel mér er ofraun að standa augliti til auglitis við þann þriðja. Við slíkum erfiðleikum hafði mað- urinn utan af landi ekki búizt: Allir eiga þó að hafa aðgang að lögmálinu hvenær sem er, hugsar hann, en þegar hann virðir nánar fyrir sér dyra- vörðinn, sem klæddur er loðfeldi með langt og mjótt nef og þunnt svart síð- skegg eins og tatari, þá ákveður hann að bíða heldur átekta, unz honum verði veitt leyfi til inngöngu. Dyravörðurinn fær honum skemil og lætur hann setjast til hliðar við dyrnar. Þar situr hann ár og daga. Hann gerir ítrekaðar tilraunir til að fá að fara inn og þreytir dyravörðinn með kvabbi sínu. Dyra- vörðurinn leggur fyrir hann spurningar um heimkynni hans og sitthvað ann- að. En eins og hinir háu herrar, spyr hann tómlátlega og klykkir ætíð út með því að segja, að hann geti ekki hleypt honum inn. Maðurinn, sem hefur búið sig ágætlega út til ferðarinnar, eyðir öllu, hinum dýrmætustu gripum, í mútur við dyravörðinn. Hann tekur að vísu á móti öllu en segir um leið: „Ég tek aðeins við þessu, til þess að þér finnist ekki, að þú hafir látið neins ófreistað." Oll þessi ár er dyravörðurinn undir stöðugri smásjá mannsins. Hann gleymir hinum dyravörðunum og honum finnst þessi fyrsti vera sá eini, sem meinar honum inngöngu í lögmálið. Fyrstu árin bölsótast hann yfir lánleysi sínu en þegar árin færast yfir hann muldrar hann eitlhvað í barm sér. Hann verður barnalegur. Hann biður flærnar á loðkraga dyra- varðarins, sem hann er farinn að kynnast, að hjálpa sér að telja honum hughvarf. Að lokum tekur honum að daprast sjón: og hann veit ekki, hvort raunverulega dimmir í kringum hann eða hvort hann er aðeins orðinn sjón- dapur. Hann greinir að vísu ljómann, sem stafar frá dyrum lögmálsins.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Árbók skálda

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók skálda
https://timarit.is/publication/1056

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.