Árbók skálda - 01.12.1956, Síða 41

Árbók skálda - 01.12.1956, Síða 41
39 Ég þóttist engu nær, en sagði: Nújá, Marx? Var hann ekki einn af Marx- bræðrum? En þetta hefði ég líklega ekki átt að segja. Við þessi orð mín rofnuðu flóð- gáttir himinsins, beljandi lækir fossuðu um strætin, og mannfjöldinn hraktist undan; allt komst á ringulreið. Ég hraktist einnig, með fólksiðunni; gat ekki annað. Mennimir höfðu misst tökin á mér og svartklædda öldungnum; ég kom hvergi auga á hann. Þrumur kváðu við, eldingar geystust um himin- hvolfið, og andartak stóð gotneska kirkjan í áþekkum ljóma og mynd nýja frelsarans innan við glerið. En svo kvað við mikið hróp. Ég hafði ekki gleymzt, þrátt fyrir hamfarir höfuðskepnanna. — Hann leggur nafn guðs við hégóma! sögðu ungir menn í kór og bentu á mig. Þeir nálguðust mig hvatlega úr öll- um áttum, og hárið stóð þeim í augu undan regni og stormi. — Hann spott- ar guð sinnar aldar! kvað við í mannhafinu. Svo hætti hringurinn umhverfis mig að þrengjast. Þeir sem næstir stóðu hikuðu við að koma nær. ■— Guð- níðingur! Undanvillingur! hrópaði fólkið; og ég sem bara var á leið í kvöld- kaffið, hafði ég svosem brotið nokkuð af mér? Ég er enn ekki viss um það, endaþótt ég viti það nú, að ég var fjarska mikið bam í lifanda lífi, nán- ast óviti. En mig grunar reyndar, að ég hafi brotið af mér. Engin öld, eng- inn siður, engin þjóð þolir manni að spotta guðinn. Svo mikið er víst, að fólkið var mér fjarska sárt. Það var innilega hneykslað. Ur augum þess blossaði heilög reiði. Þannig barst ég nú aftur að torginu, þangað sem ég hafði staðið þegar ég kom auga á þann svartklædda. En nú var mér engrar undankomu auðið. Ég var þess ómegnugur að brjótast gegnum mannhafið. Hvar voru öll öku- tækin? Þau sáust ekki lengur. Hvar hin siðprúða og hlutlausa lögregla, verndari óbreytts borgara? Hún hlýtur að hafa staðið utast í mannhafinu og ekki fengið við neitt ráðið. Ég barst enn með straumnum, einskonar brennipunktur óveðursins í mannhafinu, lengra út á Agóra-torg. Ég kallaði til þeirra sem næstir mér stóðu: Þolið þið ekki góðlátlegt grín? Er það höfuð- glæpur að bregða á saklausan orðaleik? — Enginn svaraði. Ekki beint. Ég heyrði þó einhvem segja: Hann ætlar að halda ræðul Þetta var úti á miðju torginu, þar sem rís líkneski Stórskáldsins; en sökum þess hve fólk þrýsti að mér á alla vegu, hraktist ég upp á neðri stallinn. Mig bar hærra en alla aðra af þessum sökum. Það var mér þvert um geð. En fyrir bragðið þóttust allir vita, að ég ætlaði að halda ræðu. Ég vil ekki játa, að ég hafi haldið neina ræðu. Að vísu sagði ég fáein orð, nokkuð hátt, og fékk alveg furðulega gott hljóð. Ég sagði: Fyrir alla muni, leyfið mér að komast. Gerið ekki þennan uppsteit út af mér; það tek- ur því ekki. Ég er ekki annað en óbreyttur friðsamur borgari; ekki annað an fátækt skáld; nánast barn. Og mig langar til að komast fyrir lokunartím- ann í kvöldkaffið mitt úti á Döme. Svo mörg vom þau orð. Ég hef aldrei ræðumaður verið; rödd mín hefur aldrei verið styrk. En nú heyrðist hún. Hver einasti maður hlýtur að hafa heyrt það sem ég sagði; heyrt, hve barnalegt það var; því að allir hlógu. Allur skarinn hló. Og það var sérkennilegur hlátur að því leyti, að fólkið
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Árbók skálda

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók skálda
https://timarit.is/publication/1056

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.