Árbók skálda - 01.12.1956, Side 42

Árbók skálda - 01.12.1956, Side 42
40 hló í kór. Sá hlátur var þó ekki glaðlegur, en hann var snilldarlega sam- felldur. Svo hætti hann skyndilega. Einnig þögnin á eftir var samfelld. Ég tók að örvænta um minn hag, þegar hér var komið; það skal ég játa. Ég var orðinn óstyrkur. Hafi ég verið óstyrkur þegar mér var þrýst upp að sýningarglugganum, hef ég ekki viljað viðurkenna það fyrir sjálfum mér. En nú viðurkenndi ég það, einmitt fyrir sjálfum mér. Ég leit yfir mannhafið, allt þetta regnvota spariklædda fólk; og viðurkenndi, að ég gat ekkert gert. Svo aumt var ástand mitt, að ég steingleymdi sígarettupakkanum sem ég hafði keypt af átján ára stúlkunni í turninum. Annars hefði ég kveikt mér í sígarettu mér til huggunar — jafnvel þótt ég hefði orðið grænn í framan og átt vísan nýjan kórhlátur. Ég stóð kyrr, eins og líkneskið fyrir ofan mig; mun- urinn aðeins sá, að slík stilling kostaði mig mikla áreynslu og einbeitingu. Mannfjöldinn stóð einnig furðu kyrr. Það var engu líkara en hann biði enn eftir ræðunni. Regninu hafði slotað, þrumur heyrðust ekki lengur; það var þögn, sú tegund þagnar sem ég hafði stundum í sögum mínum kallað óhugnanlega þögn. Ég settist. Ég tók það til bragðs að setjast á lægri stallinn undir líkneski fyrirrennara míns, í von um að múgurinn dreifðist. Ég leit á úrið mitt. Nú vlar liðið fram yfir lokunartíma veitingahúsa og auðséð að ég myndi ekki geta fengið mér kvöldkaffi úr þessu. Og mér var í rauninni sama um það. Eina hugsun mín á þessari stundu var sú: að komast heim til mín aftur — komast heim og geta kveikt með eldspýtu á lampanum mínum gamla, og unnið í friði næturlangt að skáldsögu minni í sjö bindum. Undir morgun ætlaði ég svo að sofna, unna mér hvíldar fram að hádegi. Það var mín ósk. Því ég var barn. Ég veit ekki vel, hve lengi ég hafði setið undir fótstalli dauðrar líkneskj- unnar, sennilega stutta stund, er ég tók eftir einum manni öðrum fremur meðal þeirra sem næstir stóðu. Þetta var maður á aldur við mig; um þrí- tugt. Hann var klæddur vinnufötum; aðrir sem gengu um miðbæinn á kvöld- in voru venjulega klæddir spari. Ég sá hér engan í vinnufötum, nema þenn- an mann. Hann stóð þarna, í samfestingi, kámugur framan í, hendur hans eins og brunasár hálfgróið. Við þessa sýn gleymdi ég sjálfum mér andar- tak; gleymdi aðstöðu minni þessa stundina, en mundi hinsvegar vel það verk sem ég var að vinna að heima hjá mér: skáldsöguna um verkalýðinn sem enn hafði ekki sigrað í þessu landi, endaþótt hann ætti sinn guð og frelsara og hefði um langt skeið átt. Það skipti mig í rauninni engu, þótt þetta fólk héldi mig vera skilningssljóan á baráttu þess; þannig misskiln- ingur hlaut að jafnast í fyllingu tímans. Bíðið þangað til þið sjáið skáldsög- una mína, sagði ég við sjálfan mig. Og ég einblíndi á manninn. Hann stóð þarna hinn rólegasti, allt að því hugsi, leit niður fyrir sig og virtist kominn þarna af einskærri tilviljun. — Já, þetta er einmitt hinn sanni verkamaður, ágætasta dæmið um þá menn, sem ég skrifa um, sem ég berst fyrir, sem ég vil skilja; sem ég veit, að manna fyrstir munu kunna að meta verk mín. Þetta hugleiddi ég um stund og virti hann fyrir mér. Þó má kannski segja, að þessi verkamaður væri á einn hátt nokkuð sérstæður: hann var með af-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Árbók skálda

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók skálda
https://timarit.is/publication/1056

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.