Árbók skálda - 01.12.1956, Síða 55

Árbók skálda - 01.12.1956, Síða 55
Agnar Þórðarson: Það byrjaði með því, að náttkjól frúarinnar var stolið. Um hábjartan dag hvarf náttkjóllinn af snúrunum á baklóðinni, svartur náttkjóll, sem eigin- maðurinn hafði gefið henni á 5 ára brúðkaupsdegi þeirra. Náttúrlega var ekki hægt að gruna nokkum í húsinu um að hafa valdið þessu hvarfi, og gamla konan í kjallaranum, sem alltaf fylgdist með öllu, sem gerðist þar í nágrenninu, hafði ekki orðið vör við nokkurn ókunnugan á baklóðinni allan þann dag. Hjónin töluðu um þetta yfir kvöldkaffinu, og eiginmaðurinn sagði þá frá því, að hann hefði haft meira fyrir því að útvega svarta náttkjólinn en nokkra aðra gjöf, sem hann hefði gefið henni. Þú varst svo koddaprúð í svarta nátt- kjólnum, sagði hann með söknuði, ég vildi heldur að bezta kjólnum þínum hefði verið stolið. En ekkert upplýstist í málinu, og þau hefðu áreiðanlega alveg gleymt svarta náttkjólnum, hefðu ekki aftur horfið hlutir. 1 þetta sinn var það úr geymslunni. Eiginmaðurinn ætlaði í útilegu með kunningja sínum, en þá fyrirfannst svefnpokinn hvergi. Þau leituðu dyrum og dyngjum, en hann var gjörsamlega horfinn. Við rannsókn málsins kom í ljós, að geymslan var alltaf ólæst, lykillinn að henni fyrir löngu týndur, og það var samstundis ákveðið að láta setja nýjan lás. En svefnpokinn var jafn-týndur fyrir því, þessi forláta æðardúnssvefnpoki með rennilás eftir endilöngu — og æðardúnninn alltaf að hækka í verði. Qamla konan í kjallaranum kom upp á loft og drakk hjá þeim kaffi um kvöldið — og þau ræddu langt fram á nótt hvernig á þessum dularfullu hvörfum gæti staðið án þess að finna samt nokkra skýringu — nema þá einu skýringu, sem raunar lá alltof beint við, að hér væri slóttugur og bráðhættulegur þjófur á ferðinni. Eiginkonan vildi umsvifalaust láta hringja niður á næturvarðstofu og til- kynna lögreglunni þessi válegu tíðindi: bíræfinn þjófur kominn í hverfið. Þeim ber skylda til að ábyrgjast, sagði hún, þeim ber skylda til að ábyrgj- ast. Til þess höfum við lögregluna. Hún stóð með heymartólið í hendinni, en eiginmaðurinn, sem var meiri skapstillingarmaður en kona hans, gekk til og sagði með hægð: — Við skulum heldur bíða með það til morguns. — En þá getur það orðið of seint, sagði frúin, hverju gæti hann ekki stolið nú í nótt? En gamla konan studdi sjónarmið húsbóndans, þar sem nú væri framorðið,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Árbók skálda

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók skálda
https://timarit.is/publication/1056

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.