Árbók skálda - 01.12.1956, Side 65

Árbók skálda - 01.12.1956, Side 65
63 erfiðastur allra bankastjóra á Islandi, ósvikin hrollvekja frá hvirfli til ilja. Ég hef talað við mann sem segist hafa talað við þennan bankastjóra án þess að sjá af honum tangur né tetur ofan nafla. Þegar hann var búinn að bera upp erindið, rumdi í bankastjóranum. Það var auðvitað neikvætt en ekki jákvætt rum. En bankastjórum er vorkunn. Biðstofurnar þeirra eru full- ar út úr dyrum af dauðhræddu fólki. Ef þeir segðu já við eina biðstofufylli, yrðu þeir að segja á næsta bankaráðsfundi: „Heyrið mig annars, góðir háls- ar, ég lánaði fjörutíu og fimm milljónir í gærmorgun." Svo eru líka til banka- stjórar sem hvorki geispa, sífra, urra né lesa blöð í vinnutímanum. Þeir segja bara nei. Fjáður maður getur byggt hús án þess að eiga innblásna eiginkonu. Öðru máli gegnir um þann sem byggir af vanefnum. Honum bráðríður á að kon- an sé innblásin. Með innblæstrinum á ég við að hún sé einskonar samsuða af Bergþóru og Þuríði formanni og sjái húsið í hillingum. Það eru tólf bíl- hlöss af rauðamöl undir húsinu okkar. Konan mín fór sínum mjúku hönd- um um hvert einasta korn. Hún varð mótatimburshreinsunarmeistari Sunn- lendingafjórðungs 1954. Hún hreinsaði 15.000 fet af uppslætti. Mótatimburs- hreinsun fylgja ferlegir rykmekkir. Þegar konan mín var í essinu sínu, var eins og atomsprengja hefði fallið á hverfið. Ég hef sterkan grun um að hún hafi verið atvinnu-timburhreinsari í fyrra lífi. Kannski í Omsk. Við værum forrík ef hún vildi leggja þetta fyrir sig. Mig langar að segja dálítið frá þeim dögum í lífi húsbyggjandans þegar heimsendir er í nánd. Þeir eru að jafnaði tveir í viku. Heimsendir vofir yfir þegar smiðurinn heimtar 300 fet af 1" sinnum 5" og hún er ekki til í bænum. Það eru óskráð lög í Félagi íslenzkra timburkaupmanna að timburverzlanir megi ekki eiga þær stærðir sem beðið er um. Ef þig vantar eina tommu sinn- um fimm, þá seldist síðasta spýtan í gær. Hinsvegar eru til 800.000 fet af einni sinnum sex og einni sinnum fjórir. Það þýðir ekkert að reyna að koma þeim á óvart. Ég spurði einu sinni mjög sakleysislega hvort þeir gætu selt mér fáein fet af einni sinnum sex. „Ekki til," sagði afgreiðslumaðurinn hróð- ugur, „en þú getur fengið eins og þú vilt af einni fimm og einni sjö." „Ha! þarna lék ég á þigl" hrópaði ég sigri hrósandi. „Mig vantar einmitt eina sinn- um sjö!" „Eik?" spurði maðurinn þurrlega. Það er yfirvofandi heimsendir þegar .maður er búinn að semja við dúk- lagningarmann og hann stendur með límdallinn inni á gólfi og gólfdúkur- inn er suður á Italíu. Það eru álög á íslendingum að þeir eiga alltaf efni í hálft hús, aldrei efni í heilt hús. Það er auk þess alveg undir hælinn lagt hvorn helminginn þeir geta byggt. Þegar ég þurfti að kaupa hreinlætis- tækin í húsið, fékkst ekki eitt einasta baðker. Hinsvegar draup vatnssalerni af hverju strái. Ég hefði getað sett upp stærsta almenningsklósett á norður- hveli jarðar. Um skeið fékkst ekki þaksaumur þótt gull væri í boði. Menn tóku menn afsíðis og hvísluðu: „Attu þaksaum, væni?" Þegar saumurinn kom, hvarf allt bárujárn af markaðnum. Ofnar? Það fréttist að maður væri farinn til Austur-Þýzkalands að semja um kaup á ofnum. Það fylgdi honum blessun allra landsmanna. Svo leið
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Árbók skálda

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók skálda
https://timarit.is/publication/1056

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.