Árbók skálda - 01.12.1956, Page 73
Kristján írá Djúpalæk:
Haltu mér — slepptu
Dordingull er ég í hendi þér, himneski Drottinn,
þú heldur í enda þess vaðs, sem mig uppi ber.
— Þinn sonur var raunar búinn að bjarga mér.
Ævinnar kvöl er ein spurning: Hvort heldur spottinn,
sem spunninn var þráður grennstur á jörðu hér?
Fyrirgef Drottinn, óhelga von ég eygi:
að eittsinn þú sofnir á verði, þó hendi slys.
— Hart er að fara við heimsins unað á mis. —
Þrá mín er frelsi, þrotlaus á nótt og degi.
. Ef þráðurinn slitnar fer ég til helvítis.
Nútíma skáld
Hrosshársbogann hef ég notazt við.
Langspil gamalt lengi fast var knúið,
strengjafátt, en stillt við blóðsins nið.
Hljómgrunn lagið fann í fólksins sál,
lært það var og löngum raulað undir,
hljótt í þraut, en hátt við gleðimál.
Ber ég nýjan boga að gömlum streng.
Hvort ég tónum hreinni næ en áður,
dæma aðrir, dulinn þess ég geng.