Árbók skálda - 01.12.1956, Page 74
72
Elliglöp
Hjúpaðan skini haugaelds,
heimur, þig brátt ég yfirgef.
Tryggð þín er svipuð tíbrá kvelds,
töfrarnir kóngulóarvef.
Saga hvers lífs er sorgarljóð.
Sælan er dýr, þótt reyndist föl.
Ástin er þorsti úlfs í blóð,
iðrunin fómardýrsins kvöl.
Bernskunnar drottning, Blekking glæst,
blikandi ljós á óttans kveik,
krýp ég þér enn, þá kröm er stærst.
Kannski ertu það, sem fæsta sveik.
Frá einni nóttu
Örvænt
Hver sigrar skugga níðadimmra nátta
og napran gjóst?
Til dags er eykt, og þrek mitt brostið þegar.
Veit nokkur stað, hvar næða engir vindar
um nakið brjóst?
Þá bið ég hann að vísa mér til vegar.
— Það andar kalt um kjarr á opnu svæði,
það kelur skjótt.
Og vetrarstormar brjóta það í bræði.