Árbók skálda - 01.12.1956, Page 75
73
Átrúnaður
Þó æskan læri aldrei af dæmi þess,
sem árareynslu hefur í því að detta.
Við þig, sem enn ert saklaus, ungur og sæll,
vil ég segja þetta:
Ég kraup við hástól konungs og tilbað hann
unz krepptur ég varð og hnéskelin sundur marin.
En loks er ég dirfðist að líta upp til míns Guðs
var hann löngu farinn.
Grunleysi
Grunlaus ungur gekk eg veginn.
Frjáls og feginn,
móti fjallsins brunabergi.
Brá mér hvergi
hraun og aur þó hryndi niður.
Gætti einskis, grófst í skriður.
Eftir mér ég heyri hina
flykkjast veginn,
fanga dauðans,
framtíðina.
Nótt —
Róar, sefar,
rökkurharpa dagsins sorg.
Kyrrist, hljóðnar,
lýðsins fótatak um torg.
Safnar nóttin
svörtum dún að brjósti mér.
Hvíiu mjúka
býr mér undir bringu sér.
Móður faðmur
mildur skýlir þreyttri önd.
Morgunbj arminn
knýr mér sigð og sverð í hönd.