Árbók skálda - 01.12.1956, Qupperneq 79

Árbók skálda - 01.12.1956, Qupperneq 79
77 — Aldrei kró, aldrei kró, aldrei kró. Skömmu eftir útburðinn kemur boð um að barn þitt sé veikt. Og fyrr en dagur er runninn og ferð þín búin kemur boð um að barn þitt sé allt. Þó gengurðu á fund húseigandans og lýstur hann. Risar koma og færa þig burt. Þe:r hneppa þig í þrældóm á strönd mikilla sæva og mikilla sanda. Þú laust hann. Lifrautt blóð í lófa, og myrkur og óp og högg og líkami fellur til jarðar. Og glæta frá götuljóskeri skín á lifrautt blóð í lófa, sem virtur er fyrir sér. Hvað svo? Myrkur og kvalastunur. Fordæmd sál, sem hrópar innan úr ógndjúpum, örþröngum hólki. Bak við er myrkur og elfur sem rennur, og þú kastar völu út í niðamyrkrið og skvamp í vatni berst til eyrna og þama er þá allt hið falda, en svo verður steinhljóð og myrkrið sveipast um þig og þú flýrð og kemur hráblautur inn í skímu og það drýpur af hverri tusku og þoka hefur læst sig í þig, og andlit þitt og hendur glansa af vætu. En er augu þín venjast myrkrinu, sérðu að þar liggur andvana barn á bálki. Og svo hvíld. Loksins hvíld. Millispil eða lokaþáttur, hægt og þýðlega, Ijúft og innilega. Lokuð augu og slappur kroppur á hörðu fleti, og blærinn ber þér hljómlist og eyru þín vaka þó augun sofi. Ilmur af hvítum rósum og strá- gulum mjaðurtarskúfum, og viðja og selja í sunnanblæ, og miljugras. Einhver fjarlægur, eintóna sónn, ölduniður og vindur um sólrauðar gnípur. Loksins, loksins hvíld. Þá er kallað. Það var einhver að kalla. Þú ert á gangi á grænu engi og sólin hlær í heiði og mildur andvari sveigir puntinn og strýkur vanga þinn ljúflega. Þá er kallað úr jörðinni og hugur þinn fyllist skelfingu og hendur þínar taka að titra. Og þú ferð að hlaupa og hlaupa og loksins kemurðu að steinhlöðnum bmnni í kalgulu, sandorpnu eyðibýlistúni, og hallar þér út yfir brunnhleðsluna og starir niður í djúpið. Og ópið kemur í bylgjum upp brunninn og skellur á eyrum þér og þú hrekkur máttvana aftur á bak. Og brunnurinn er í sjálfs þín húsi og þú reikar friðlaus um dimmar stofur og rökkvaða ganga og hrekkur við, þegar fordæming vonstola lífsþrár er slöngvað úr brunni hússins. Vangi þinn fölnar og augun sökkva djúpt inn í tóftirnar og stara þaðan eins og gneistar í myrkum holum, og hár þitt hangir í rytjum niður svitavott ennið. Og líkami þinn hættir að hlýða skipunum heilans, heldur slöngvast hann eins og kólfur fram og aftur, að þessum djúpa brunni og frá þessum djúpa brunni. Og augu þín stara niður í djúpið og veggirnir virðast dragast saman að neðanverðu, því hæðin er svo gegndar- laus, og þarna langt, langt niðri sérðu lifandi hræ í miðjum vatnsfleti myrkur- bláum. Og það er hrópað til þín og þú hrekkur upp á nóttinni og hleypur að bmnninum og húsið nötrar og myrkrið grúfir og þú ert aleinn í heiminum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Árbók skálda

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók skálda
https://timarit.is/publication/1056

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.