Árbók skálda - 01.12.1956, Side 83
81
Pólskt harmljóÓ
Burt, á bylgjum ánna
berast laufin trjánna.
Hnípinn fugl í hljóði
harm sinn tér — í ljóði:
Storð mín, æ, hve strengir
stynja, ógnum slegnir;
þínir djörfu drengir
af drýsilfjendum vegnir;
borgir eru brunnar,
brenndar skógarrætur;
burt með reyknum runnar
raunamæddar dætur;
svarrasveðjur glampa,
svigna spjót og kesjur;
trylltir jóar trampa
tún og víðar gresjur.
Varsjá, þú sást þegna
þétt á vör sér bíta,
einni ætlun gegna:
eymd og neyð,
já, ógn og deyð
að hlíta;
sást þá bröndum beita,
blóð sitt láta af mörkum
jafnt í sumars sveita
sem í vetrarhörkum,
berjast, ærast, eggja,
engjast, falla í valinn,
unz varð enginn seggja
úr þeim flokki talinn.
Eru allir dauðir?
Einhverjir í böndurrí?
Eigra aðrir snauðir
um, í fjarrum löndum,
trúnni á Drottin týndir,
trúnni á lífið sviptir,
ytra: áþján píndir,
innra: skapdeild riftir?