Árbók skálda - 01.12.1956, Qupperneq 85

Árbók skálda - 01.12.1956, Qupperneq 85
Friðjón Stefánsson: t Kveðjur Allt þurfti að vera mér andstætt þennan sólbjarta sunnudagsmorgun. Ekk- ert ónotað rakblað finnanlegt, engin almennileg sápa, skórnir allir forugir og hatturinn hvergi sjáanlegur, en það þýddi, að ég hefði gleymt honum einhvers staðar úti í bæ í gærkvöldi eða nótt. Timburmennirnir ætluðu að gera út af við mig. En það var allt á sömu bókina lært. Eftir að hafa lagt á mig vítiskvalirnar, sem rakstrinum fylgdu, náð í bíl og látið aka mér til Kidda til þess að fá hjá honum eitthvað að drekka, uppgötvaði ég, að hann var ekki heima. Dóttir hans, á að gizka tólf ára, kom til dyra með amrandi og slefandi kornbarn á handleggnum. — Hann er ekki heima — en mamma er heima. Og svo bætti hún við með lægri röddu: — Var það eitthvað sérstakt, flaska eða þess háttar? — Já, það var nú einmitt lóðið. Blessuð lofaðu mér að tala við móður þína. Ég beið um stund. Karlinn var auðvitað inni að sitja af sér. Kannske kerl- ingin gæti bjargað mér? — Góðan daginn, sagði ég auðmjúklega, þegar hún birtist í gættinni. — Daginn. — Væri nokkur leið til þess að þér gætuð hjálpað mér um koníaksflösku? Snöggt, rannsakandi augnatillit. -r- Ætli það ekki. Komið þér inn fyrir. —• Hundrað og sjötíu. Takk. — Þakka yður kærlega fyrir frú, þetta var góður greiði. Hún glotti. — Verið þér sælar. Ég þrælaði tappanum úr flöskunni strax og ég kom út í bílinn og saup á. Mér veittist erfitt að drekka koníakið óblandað. En ég hætti ekki fyrr en ég hafði komið niður sem svaraði einu staupi. Þá lét ég tappann í flöskuna og stakk henni ofan í skjalatöskuna mína. Síðan lét ég aka mér suður á flug- völl. Ég ætlaði þangað til þess að kveðja son minn, sem var að fara í sveitina til afa síns og ömmu — tengdaforeldra minna fyrrverandi. Við móðir hans vorum nefnilega skilin. Hún hafði lent í Kananum og var á förum vestur um haf til þess að gifta sig þar aftur. Það var meiningin, að hún kæmi með dreng- inn á flugvöllinn, og þar myndum við hittast og geta kvatt hann bæði. Hún hafði verið að tala um að fá hann vestur, þegar hún væri gift og farin að búa. En ég vonaði, að það yrði ekkert af því og taldi hann betur kominn L
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Árbók skálda

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók skálda
https://timarit.is/publication/1056

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.