Árbók skálda - 01.12.1956, Qupperneq 92

Árbók skálda - 01.12.1956, Qupperneq 92
90 höfn einkenndi hvern einasta morgun í vitund Tímóteusar. Hann þekkti hverja hreyfingu, slípunina, áhaldaglamrið, og á bakvið ólundarlegt gjálfur vatns- ins í leiðslunum. Þvínæst heyrði hann hurðinni skellt og taktfast fótatak frá baði til svefnhuss (þetta heyrði hann uppi yfir sér því nú var hann setztur til borðs). Inniskór föður hans voru óþjálir og harðleiknir rétt eins og hann gæti ekki slakað á þessari harðneskju í fari sínu, jafnvel ekki við ömurleg- asta einkasýsl að morgni dags. Morgunverðurinn var þegjandaleg og hrollköld máltíð. Systur hans voru enn á ráðlausu stjái uppi á loftinu, en við hinn borðsendann gnæfði faðir hans fullklæddur. Hann bauðst aldrei til að rétta neitt á borðinu, svo Tímó- teus kaus heldur að drekka teð sykurlaust en biðja föður sinn að rétta sykur- kerið,. því faðir hans notaði það til að styðja dagblaðið sem hann las af þessari líka áfergjulegri athygli. Strax og Tímóteus sá sér fært renndi hann sér ofanúr stólnum og fór upp til móður sinnar að kyssa hana í kveðjuskyni áður en hann færi í skólann. ,,Mundirðu nú eftir að kyssa föður þinn?" „Já mamma," laug hann. ,,Þú ert góður drengur. Ég vona þú hafir ekki truflað hann við matborðið. Hann hefur svo margt að hugsa." „Nei mamma. Vertu sæl, ég er að verða of seinn." Svo kyssti hann hana og flýði. Þessi vanmáttuga fjálglega ástúð hennar gerði honum dálítið þungt fyrir brjósti. Alltaf var hún að klifa á því að sér þætti vænt um hann. Jafnvel þó hún hefði orðið svona veik að honum þá brá hún honum aldreí um það. Þó ekki væri. Hún fann sér skylt að hjálpa honum að komast af við föður sinn því eins og hún sagði oft þá virtist hann saka drenginn um að vera valdan að vanheilindum hennar. Já það hafði hann raunar verið, á vissan hátt. En við verðum að vera þolgóð að bera okkar kross, flíka því sem minnst, og taka öllu. Þegar litli útitekni snáðinn hann Tímóteus sat í strætisvagninum klæddur steingráum einkennisfötum skólans, hlammar sér utan í hann holdugur mað- ur með stórt dagblað. Tímóteusi varð enn á ný hugsað til föður síns, hann endurlifði einstök atvik hinna brösóttu og agasömu samskipta þeirra. hann var að koma ofan á sunnudagsmorgun „Tímóteus varst það þú ..." „nei" „hvað áttu við með nei?" „ég gerði það ekki" „gerðir ekki hvað?" „það sem þú ætlar að skamma mig fyrir" „komdu upp" sagði hann raksápuhylkið var allt götótt, hann hafði pikkað það hroðalega með skærum um morguninn, refurinn reitt ljónið til reiði „gerðir þú þetta?”
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Árbók skálda

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók skálda
https://timarit.is/publication/1056

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.