Árbók skálda - 01.12.1956, Page 93
91
„alltaf er mér kennt um allt"
„gerðir þú þetta Tímóteus?''
„nei"
höggið sem maður vissi ekki hvaðan kom
reið um vanga hans svo fast að hann áttaði sig
ekki strax að hann hefði verið barinn
„jæja gerðirðu það þá?"
„nei nei nei"
„hversvegna engistu af hræðslu við
hegninguna?"
og annar snoppungur dynur á andliti hans,
hann finnur einbauginn við kinnbeinið
„mér er lítið um gungur gefið en þú ert
gunga Tímóteus, meðgakktu"
„nei aldrei" (farinn að skæla) „nei aldrei"
þá fær hann svimandi löðrung fastari
en hina tvo
„þú ræðst á minni máttar" (organdi) „þú
ræðst á minni máttar"
faðir hans hratt honum út úr baðinu
„ég hef skömm á þér Tímóteus"
Ótryggð. Ragmennska. Þetta voru orð sem höfðu merkingu í vitund Tímó-
teusar. Kærleikur, nei. Hatur, kannski, ef hann skoðaði leyndustu hugarfylgsni
sín og hugsaði til þess er hann yrði stærri en faðir hans, jafnvel stærri en
bjöminn sem herjaði í eldhúsi draumsins.
móðir hans sagði „því fórstu að skaprauna
föður þínum með svona ótuktarskap?"
„af því hann hatar þig mamma" sagði hann útúr
vandræðum
„vitleysa barn hann hatar mig ekki hann
elskar mig"
„hann hatar þig og ég hata hann fyrir það"
„vertu ekki flón Tímóteus þú veizt ósköp
vel þú elskar föður þinn'
„nei ég hata hann ég hata hann"
„ég fyrirbýð þér að tala svona það er
ljótt, ég verð að segja pabba þínum frá
þessu, þú ert stundum svo baldinn ég held
næstum þú sért að reyna að gera útaf
við mig"
Það var eitt þeirra kvölda sem hann var „óþekkur". Hann lá uppí og beið
eftir að klukkan slægi sjö, þá átti hann von á föður sínum. Hann streittist við