Árbók skálda - 01.12.1956, Side 95
93
skólaórs áttu drengimir að segja. til um nöfn og atvinnu. foreldranna og
gefa aðrar upplýsingar vegna skýrslugerðar. Einhverju sinni þegar Tímó-
teus hafði mælzt til þessara upplýsinga hafði faðir hans ranghvolft til hans
stálgráum augunum og sagt: „Ég er götusópari, mitt starf er að sópa skin-
helginni hégómanum og sjálfsblekkingunni út úr þessum bæ." Hann spurði
móður sína: sópar hann virkilega göíur, spurði hann sneyptur, nei barn
hvaða fjarstæða, hvað í ósköpunum hefur komið inn hjá þér þessari heimsku-
legu grillu. (Hann hlýtur að hafa verið að ljúga að mér). Hvað gerir hann
þá, spurði hann; hvað er þetta barn, hann er þekktur og mikilsmetinn bæjar-
ráðsfulltrúi og ritstjóri vikublaðs, vissirðu þetta ekki, auðvitað vissirðu það
kjáninn þinn. (Hann laug þá að mér).
Faðir Péturs, bæjarfulltrúi líka, var opinskár og hressilegur karl, matvöru-
kaupmaður, hann ávarpaði Tímóteus „herra minn" eða „ungi maður" og
drakk te með þeim strákunum á sunnudögum þegar Tímóteus kom. Hann
átti til að segja: „Og hvað hefur faðir þinn nú í pokahominu til að hrella
okkur með í næstu viku, ha?" og Tímóteus roðnaði vegna væntanlegra öfga
föður síns og viðurkenndi að hann vissi það ekki. „Jæja ef hann heldur áfram
á þessari braut þá held ég hann fái sig bráðum fullkeyptan, hann er alltaf
að blása að glóðunum sem Ráðið mun velgja 'honum með einhvern daginn",
og síðan rak hann upp þennan fræga hrossahlátur.
Þegar Tímóteus var á heimleið eftir slíkar tedrykkjur þá fór vanalega
dvínandi stolt hans yfir ræktarleysinu, og hann leit ekki lengur á það sem
karlmannlega uppreist gegn hinum „fífldjarfa" föður sínum, eins og hann
reyndi að hugsa sér það væri. Þetta var bara enn ein hliðin á hugleysi
hans, það fékk bara útrás í ræktarleysinu. En hann má sjálfum sér um kenna
að vera ekki við mig eins og aðrir feður, hann vill ekki mína hjálp svo hann
fær hana ekki, hann fyrirlítur mig, hann þykist hafa skömm á mér eða svo
segir hann, hversvegna ætti ég þá að hjálpa honum úr því hann hátar mig,
endaþótt hann sé minn eigin faðir sem mamma segir auðvitað að hann sé en
hún segir líka honum þyki vænt um mig eins og elsku Jesú á himnum en ég
trúi ekki neinu sem hún segir svoleiðis.
Eftir skólatíma þetta kvöld gaf Tímóteus föður sínum nánar gætur til að
athuga hvort á honum sæi nokkur merki þeirrar steikingar sem Pétur hafði
um morguninn boðað að fram færi á bæjarráðsfundinum. En það var engin-
breyting á ytri ásýnd föður hans, móðir hans var kannski guggnari og fölari,
baksvipurinn á föður hans var jafnfráhrindandi og fáskiptinn sem fyrr, þar
sem hann sat við skrifborðið og var ennþá að vinna. Alltaf að vinna. Þegar
Tímóteus fór að hátta um kvöldið, var honum undarlega létt yfir því að
faðir hans skyldi ekki hafa sætt þeim örlögum sem hann hafðí sett sér svo
skýrt fyrir sjónir, og honum fannst hann vera samaðili föður síns að ein-
hverjum sigri sem þeir hefðu unnið á Craddock-feðgum.
nei svona fer ekki draumurinn, ég banna
það, eg ætti að vera í rúminu og bíða
þangað til björninn hefur drepið föður minn