Félagsbréf - 01.07.1956, Síða 5

Félagsbréf - 01.07.1956, Síða 5
Sr. Sigurður Einarsson: Valdaránið mikla INNGANGSORÐ Atburðir síðustu vilcna hafa í rikum mæli beint athygli alls heimsins að löndunum austan jámtjaldsins. Frelsisbarátta Pól- verja og Ungverja hefur bergmálað um öll lönd og snortið dýpri strengi í brjóstum þegna hins frjálsa heims en nokkrir atburðir aðrir, sem gerzt hafa- hin síðari ár. Að baki þessara atburða ligg- ur harmsaga, sem íslendingum er ennþá allt of ókunn og óljós, sagan um valdarán kommúnista í leppnkjunuw>, og óheyrilega meðferð þeirra á þessum rikjum síðan. Hér verður leitazt við að rekja megindrætti þeirrar sögu eftir ýmsam heimildum. Drýgstar í því efni eru opinberar tilkynningar Ráðstjómarinnar og stjóma leppríkjanna. Að miklu gagni hafa og komið skýrslur ýmsra sendiherra og opinberra nefnda, sem afskipti hafa haft af málefnum þessara ríkja. Þá hefur og í verulegum atriðuw\ verið stuðzt við ritið The East European Revolution eftir Hugh Seton-Watson, hiS gagnmerkilegasta rit um kommúnista-bylt- ingamar í Austur-Evrópu og stofnun og stjómarháttu hinna svonefndu „Alþýðulýðvelda“. Fleiri heimildir er óþarft að telja. Að þessu sinni verður hér einkum fjállað um Ungverjaland og Póllanden vitanlega er þess hin mesta þörf að rekja ófarasögu aXlra leppríkjanna fyrir íslenzka lesendur, og má vera, að síðar gefist tækifæri til þess. Hér mæla sagan og staðreyndimar sterk- um vamaðarorðum til þjóða, sem ennþá eiga frelsi sitt óskert og ætla sér þann manndóm að varðveita það.

x

Félagsbréf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.