Félagsbréf - 01.07.1956, Page 22

Félagsbréf - 01.07.1956, Page 22
20 FÉLAGSBRÉF VALDARÁNIÐ í PÓLLANDI Á sama tíma sem Stalin var önn- um kafinn við að fullvissa allan heiminn um það, að Sovét-Rússland óskaði einskis annars fremur, að styrjöldinni lokinni, en að sjá Pól- land frjálst, óliáð og sterkt, héldu yfirvöld Sovét-Rússlands rúmlega hálfri annarri milljón Pólverja inni- lokuðum í fangabúSum og þrælabúð- um í fjarlægustu hlutum Síberíu. Auk þess var um þær mundir tugum þúsunda af pólskum herföngum hald- ið við skort og óheyrilegan þræl- dóm í ýmsum herbúðum Rússa. Þetta voru fómardýr fjórðu skiptingar Póllands, sem Þýzkaland Hitlers og Sovét-Rússland gerðu meS sér í öllu bróðerni á grundvelli vináttusamn- ings þeirra stallbræðra Stalins og Hitlers 1939. Stalin lét svo um mælt við blaða- mann frá London Times 4. maí 1943, að Sovét-Rússland hefði þær fyrir- ætlanir einar livað Pólland snerti, að efla það að stríðinu loknu til þess að vera sterkt og sjálfstætt á vináttu- grundvelli við Sovétríkin, en það hefSi aldrei komið sér í hug, að leggja minnstu hömlur á þjóðlegt sjálfstæði landsins. Þessu fylgdi hið föðurlega bros, sem allur heimurinn kannast viS, og undir bjó hin stal- inska einlægni. En tæpum átta mánuðum eftir að Stalin hafði mælt svo fagurlcga, var félagsskapur pólskra kommúnista stofnaður í Moskvu, og átti sér það eitt markmiS að koma sovétskipu- laginu á í Póllandi og svínbeygja þjóðina undir alger yfirráð Moskvu. Næst verður það, að um það bil tveim árum eftir að nazistar réSust á Sovét-Rússland, var stofnað „Sam- band pólskra föðurlandsvina“ í Sara- tov á Rússlandi undir leiðsögn og handarjaSri liinna æðstu sovétleiðtoga. Meðal stofnenda voru Boleslaw Bierut og rithöfundurinn Wanda Wasil- ewska, sem lengi hafði dvalið í Moskvu og var borgari í Sovét-Rúss- landi. Þar var og framarlega í flokki Stanislaw Radkiewiez, sem kunnugt var um að nrnniS hafði byltingar- tækni hjá hinum æSstu meisturum og starfað í leynilögreglu Sovét- Rússlands. Einu ári síðar var þessi liópur að viSbættum nokkrum vinstri jafnaðarmönnum orSinn í skjóli Rauða hersins að „þjóSfrelsisstjóm- inni“ í Lublin og nokkm síðar „bráðabirgðastjórn hinnar pólsku Radkiewicz — flutti réttaraSferðir kommúnista til Póllands.

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.