Félagsbréf - 01.07.1956, Side 36

Félagsbréf - 01.07.1956, Side 36
34 FfiLAGSBRÉF verður sem snjall formaður á báti: Einn á kneri í andans veri út hann sótti á dýpstu mið, hvarf þar yzt í unnamistri, er aðrir hættu veiðarbið ... Og Nói gamli verður eins og bóndinn og segir, þegar flóðið er að koma: Þó að kannske grasið grói, geðjast mér ei rekja sú. Ljóðræn samtímaskáld Jakobs eru yfirleitt ástaskáld og inn- blásturs, en hvorugt á við um hann. Hannhefurortgóðástakvæði, svo sem BorghilcLi, og tvö afar góð kvæði um móðurástina, Ás- dísi á Bjargi og Eldraun. Annars lætur honum betur að yrkja um annað en ástina. Jakob er ekki innblásið skáld fremur en Grímur eða Stephan G. Hann er hagsmiður bragar, eins og Bragi Boddason nefnir sjálfan sig, skáld af vilja og skáld af mætti. Hættir hans eru að mestu í formi þjóðlegrar braglistar, bæði fornir og með nú- tíma sniði. í því efni er hann eins og húsameistarinn, sem verður að gera listaverk sitt við mismunandi aðstæður. Jakob velur sér hætti, og í viðjum þeirra verður hann að segja það, sem hann ætlar að segja. Suðrænn hiti og miklar tilfinningar einkenna ýmis samtíma- skáld Jakobs Thorarensens. En Jokob er hánorrænn, tónar hljóð- færis hans eru í ætt við Dumbshafið fremur en Miðjarðarhafið. Hann er vinur vorsins og sólarinnar: ... því að allt það leiða og lága logar upp í sólskinsnótt. Er það norrænt einkenni, en ekki suðrænt. En Jakob er líka vinur vetrar og norðanvinds, eins og Bjarni frændi hans, því að veturinn herðir, eflir framtak og skapar hetjur: Frjáls og víðsýnn, vorrænn hugur og vetri skyldur framtaksdugur.

x

Félagsbréf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.