Félagsbréf - 01.07.1956, Síða 37

Félagsbréf - 01.07.1956, Síða 37
FÉLAGSBRÉF 35 Gaman er að bera saman tvö ljóð tveggja stórskálda þessa tímabils, en það er Eldabuska, Jakobs Thorarensens og Konan, sem kyndir ofninn minn eftir Davíð Stefánsson. Þetta eru geysigóð kvæði hvort tveggja, fjalla um líkt efni, en eru jafn- ólík og höfundar þeirra. Davíð heyrir konuna ganga hjá og vinna verk sitt af skyldurækni og samvizkusemi. Skáldið finnur, að hún er sett hjá í lífinu. Þessu er lýst af viðkvæmni og til- finningahita, og endir hvers erindis verður sem andvarp: Sumir skrifa í öskuna öll sín beztu ljóð. Kvæði Jakobs er hressilegt, tilfinningasemi engin. Hann er of mikið skapgerðarskáld til að geta látið hjá líða að draga upp mynd af eldabuskunni og skyggnast inn í líf hennar, — með samúð, en ofurlítilli glettni um leið: -f r Situr hún lengi í sjafnardraumi, sæl í liðnum vonaglaumi. — Gæfan reyndist treg í taumi og tryggðin eins og fiðrildið. En tál og sorgir, þegið þið! — En nú er eldabuskan komin að því að gráta, og skáldinu finnst nóg um. Hann söðlar yfir og nær með því sterkum áhrifum: hrekkur hún upp, því húsfreyjunni hrjóta svarraorð af munni Bezta súpa er brunnin við. Þetta minnir á Heine. Mér virðist, að samúðin sé að lestri loknum sízt minni með eldabuskunni en konunni, sem kyndir ofninn, en ekki eru allir sammála um það. Það fer eftir skap- gerð. En Jakob lýsir sjálfum sér vel í þessu kvæði. Hann er tilfinningaríkur og fullur samúðar, en hann heldur þessum til- finningum í skefjum, og ef honum finnst þær gera um of vart

x

Félagsbréf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.