Félagsbréf - 01.07.1956, Page 41

Félagsbréf - 01.07.1956, Page 41
FÉLAGSBRÉF 39 l.vnd og slóttug fordæða, Ægir og björgin tvö fjandsamleg tröll, sem ræðast við undir Svörtuloftum. Kveðskapur Jakobs Thorarensens er margbreytilegri en svo, að honum verði gerð einhver skil í stuttu erindi. Ekki get ég þó horfið frá ljóðunum án þess að minnast örlítið nánar á af- stöðu skáldsins til samtíðarinnar og ættjarðarinnar. Ég sagði áðan, að hann deildi á margt, sem honum þætti miður fara hjá samtíðinni, en hann er bjartsýnismaður þrátt fyrir það. Hann er raunsæismaður og sér því glöggt hið góða í samtíðinni, og hann trúir á landið og framtíð þess. Hin nýja tíð er Gullöld, glóöld með gný og flugi, fjöröld, frjóöld um fold og hugi. Hann er skáld starfs og manndáða, og þess vegna óskar hann þjóðinni fyrst og fremst starfs og dáða. Við lýðveldisstofnunina 1944 segir hann: ísland geldur atorkunni einni fyllstu laun. Hann yrkir fögur ættjarðarkvæði, en hann sér ekki ættjörð- ina í rómantískum bláma, gerir hana ekki betri en hún er. Viðmót þitt á vegi verður tíðast — kul. Það er hreinleiksþótti, þú ert svöl og dul. Skáldinu svíður sárt, eins og mörgum öðrum, flótti fólksins frá ræktun landsins. f kvæðinu Neitaö bón segir hann stutta sögu um Fjallkonuna, sem biður föður fimm bræðra um einn son hans til ræktunarstarfa. Faðirinn neitar bóninni, þessir fimm bræður eiga allir að stunda lærdóm, engum þeirra eru ætluð erfiðisverkin. Kvæðið endar á þessa leið:

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.