Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.1975, Síða 23

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1975, Síða 23
5. ÁRSFUNDUR HAFNASAMBANDS SVEITARFÉLAGA 5. ársfundur Hafnasambands sveitarfélaga var haldinn í húsa- kynnum Iðnaðarjmannafélags Hafnarfjarðar 15. nóvember 1974. Fundinn sátu 54 fulltrúar, 32 frá 44 aðildarhöfnum sambandsins og 22 gestir. Þar á meðal voru Hall- dór E. Sigurðsson, samgönguráð- herra, Brynjólfur Ingólfsson, ráðu- neytisstjóri, og Aðalsteinn Júlíus- son, hafnamálastjóri. Formaður Hafnasambandsins, Gunnar B. Guðmundsson, stýrði fundinum og aðstoðarfundarstjóri var Einar Þ. Mathiesen, formaður hafnarnefndar í Hafnarfirði. Fund- arritari var Jóhann Klausen, bæj- arstjóri, og honum til aðstoðar Unnar Stefánsson, ritstjóri. Aldrei fleiri flutningaskip en 1974 í setningarræðu sinni á fundin- um sagði Gunnar B. Guðmundsson m. a.: „Frá því við hittumst síðast á ársfundi Hafnasambandsins fyrir rúmu ári, hefur hinn hagstæða byr til siglingar þjóðarskútunni laegt. Útflutningsútvegirnir hafa komizt í erfiðleika, gengi krónunnar hef- ur verið breytt og vart hefur orðið söluerfiðleika á útflutningsafurð- um. Enn hefur þó andblær hins hagstæða byrjar borið til landsins um 37 fiskiskip, samtals 9.326 brl. og 12 flutningaskip, samtals 10.381 brl. eða alls 19.701 brl. Árið 1973 voru alls skráð 70 ný skip, en 39 afmáð af skipaskrá. Skipum fjölgaði því um 31, sam- tals að stærð 8 þús. brl. Hefur aldrei á svo skömmum tíma orðið önnur eins aukning í flutninga- skipastólnum eins og á yfirstand- andi ári. Þessi gífurlega aukning byggðist á óeðlilegu kaupæði fram eftir ár- inu og þar af Ieiðandi óraunhæfri eða a. m. k. skammvinnri flutn- ingsþörf, sem notuð var til þess að knýja á um leyfi til skipakaupa. Sökum ónógrar aðstöðu eða starfs- liðs til afgreiðslu í landi lágu mörg þessara skipa dögum og vikum sam- an í höfn, lilaðin vörum og biðu losunar. Fjöldi þessara skipa er nú orðinn verkefnalaus hér innanlands, en kannski tekst með þessu að byggja upp kaupskipaflota, er leitar er- lendra markaða. Mikinn hluta flutningavandans s. 1. sumar hefði verið unnt að leysa með því að verja andvirði l/2 skips til þess að reisa hafnarskemmur, t. d. í Reykjavík og á Akureyri, og þar með auðvelda uppskipun, hraða afgreiðslu og auka nýtingu skipa- stólsins. Sem dæmi má nefna, að 4 skip anna sama flutningsmagni á ári eins og 5 skip, ef ferðatíminn er styttur úr 17 dögpim í 14 daga." Meiri hagsýni af hálfu hins opinbera „Ég gat þess við setningu síð- asta ársfundar, að lítils samræmis gætti í kaupum fiskiskipa til lands- ins og úrbótum á þeirri aðstöðu, sem skipum þessum er ætluð í höfnum landsins. Því miður hefur lítil breyting orðið þar á til batn- aðar, ef nokkur. Nauðsynlegt er, svo nátengd sem skip og hafnir Séð yfir fundarsalinn í Iðnaðarmannahúsinu I Hafnarfirði. Lengst tilvinstri út við glugga sitja Bergsteinn Gizurarson, verkfrœðingur og Daníel Gestsson, yfirverkfræðingur á Hafnamálastofnuninni, og fremsMr við borðið sitja þeir Pétur Bjarnason, hafnarstjóri á Akureyri og á móti honum Jóhann Klausen, bæjarstjóri á Eskifirði. SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.