Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1993, Síða 11

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1993, Síða 11
NÝJUNGAR í ATVINNULÍFINU Unniö viö upptöku á gulrótum í októbersól. Ljósm. Hafsteinn Jóhannesson. Lífrænt samfélag — ný þróunarstefna Viðbrögð Mýrdœlinga við skipbroti hefðbundinnar byggðastefiiu og kreppu í landbúnaði Gunnar Agúst Gunnarsson, verkefnisstjóri þróunarverkefnis- ins „Lifrœnt samfélag“ Það skiptast á skin og skúrir í at- vinnulífi Mýrdælinga líkt og hjá flestum öðrum. Ovissa um framtíð- ina setur meir en oft áður mark sitt á mannlíf í strjálbýlinu. Megindrættir í þeirri mynd sem íslenskar byggða- fréttir færa okkur eru þessir: Traust manna á árferði, veðurfar, gæftir- og opinbera fyrirgreiðslu; vonin um skjótfengið happ, aflahrotu, góðan þerri eða rífleg framlög til fram- kvæmda úr opinberum sjóðum; fé- lagsleg einangrun og fábreyttar ný- sköpunarhugmyndir; ósjálfstæði og bjargarleysi byggðanna. Þótt þessi mynd sé vissulega ýkt hefur engu að síður hægt og rólega sigið á ógæfu- hliðina hjá fjölda byggðarlaga. Mið- stjómarvald ríkisins og langvarandi samdráttur í frumatvinnuvegum þjóðarinnar - landbúnaði og sjávar- útvegi - hafa kynt undir eyðingar- eldinn á landsbyggðinni. Nýjar framleiðslugreinar hafa öðru hverju skotið upp kollinum, oft fyrir tilstilli hins opinbera. Oftar en ekki hafa þó slíkar tilraunir endað með ósköpum, 257

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.