Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1993, Blaðsíða 13

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1993, Blaðsíða 13
NÝJUNGAR í ATVINNULÍFINU Viö verksmiðjuhús Víkurprjóns hf. að loknum fundi í Mýrdal 2. september sl. þar sem verkefnið Lifrænt samfélag var kynnt. Á myndinni eru, taliö frá vinstri, Baldvin Jónsson framkvæmdastjóri, sem var fundarstjóri, Bernward Geier, framkvæmdastjóri IFOAM - Alþjóðahreyfingar lifrænna landbúnaðarsamtaka, Einar Hjörleifur Ólafsson, rafvirki í Vík, og Brandur Jón Guðjónsson, verslunarmaöur í Vik, báðir stjórnarmenn i Lifrænu samfélagi, Harve La Prairie, stjórnarmaður í IFOAM, Jón Helgason, alþingismaöur og formaður Búnaðarféiags íslands, Sandra L. Best, markaðsfulltrúi Lifræns samfélags i Bretlandi, greinarhöfundur, Gunnar Ágúst Gunnarsson, verkefnisstjóri Lífræns samfé- lags, Stefán Gunnarsson, bóndi á Dyrhólum og stjórnarmaður i Lífrænu samfélagi, kona hans, Sigurbjörg Jónsdóttir, og Guðmundur Eliasson, oddviti Mýrdalshrepps. Ljósm. Þórir N. Kjartansson. anlega af fleiru. Þar ber einkum að nefna þrjá þætti: 1. Stefnumótun, stjómun og fram- kvæmd verður í stórauknum mæli að færast yfir í hendur héraðanna og íbúa þeirra; ábyrgð og hagsmunir af auðlindanýtingu verða að fara sam- an; frumkvæði og þekkingu heima- manna verður að virkja með auknu valdi þeirra yfir eigin umhverfi. 2. Með aukinni áherslu á hag- kvæmni, nýtni og spamað er hverju samfélagi nauðsynlegt að nýta eigin framleiðslu til heimaneyslu svo sem kostur er. Slíkt stuðlar að sjálfbæru efnahagslífí, hvetur til vandaðrar framleiðslu, dregur úr kostnaði og styrkir innviði samfélagsins. 3. Viðbótarframleiðslu verða fyr- irtæki að geta selt á markaði innan- lands og erlendis; slíkt útheimtir stöðugar markaðsrannsóknir, aðlög- un framleiðslu að kröfum þeirra markaða sem fyrir valinu verða og öfluga markaðssetningu á grundvelli traustrar ímyndar héraðsins og framleiðendanna. Lífrænt samfélag - ný þróunar- stefna Á þessum hugmyndagrunni starfar Lífrænt samfélag - þróunarverkefni sem til varð í samstarfi nokkurra framleiðenda, þjónustuaðila, þar á meðal Mýrdalshrepps, og Átaks- verkefnis Mýrdælinga. Verkefnið var þróað í samstarfi við sérfræðinga á sviði ræktunar, vöruþróunar, markaðs- og umhveifismála. Megin- tilgangur Lífræns samfélags er að stuðla að því að umhverfisvemd verði þungamiðja samfélagsþróunar í héraðinu og að allir höfuðþættir at- vinnulífs og framkvæmda fái að- stöðu til að þróast eftir vistvænum leiðum. Þannig hyggst Lífrænt sam- félag vinna að því að bændum verði gert kleift að taka upp lífrænar eldis- og ræktunaraðferðir, að finna arð- bærar leiðir til endurvinnslu og end- urnýtingar á hvers konar úrgangi, að bæta aðstöðu til vistvænnar ferða- þjónustu á grundvelli heimafenginna hráefna og náttúruvemdar undir rekstrarumsjón heimamanna og ekki síst að auka fræðslu og fyrirbyggj- andi starf í heilbrigðis- og umhverf- ismálum. Þótt Lífrænt samfélag hafi form- lega verið stofnað í júlí í sumar á það sér í reynd langan aðdraganda sem ekki er unnt að rekja nema að litlu leyti hér. Mýrdælingar hafa ekki set- ið auðum höndum á þessu sviði. Ber þar fyrst að nefna að sveitarstjóm Mýrdalshrepps hefur lagt grunn að stefnumörkun í umhverfis- og at- vinnumálum en í nýlegri ályktun hennar segir m.a. að hún muni „beita sér fyrir vistvænni þróun atvinnulífs í umdæmi sínu, meðal annars með því að gefa gott fordæmi í eigin ákvörðunum og framkvæmdum á vegum hreppsins". Hér er um mjög mikilvægt fyrirheit að ræða því sveitarfélagið hefur með höndum skipulags- og hreinlætismál og margvíslega aðra þjónustustarfsemi. í framhaldi af þessu hefur náðst góð samstaða um að sorp- og frárennslis- mál skuli leysa í samræmi við bestu kosti sem finnast frá sjónarmiði um- hverfisverndar. Samstarf sveitar- stjómar og Átaksverkefnisins gat af sér árangursríkt starf að fegrun, hreinsun, merkingu gönguleiða og merkingu sveitabæja. Dyrhólaey Eins og kunnugt er hefur endur- skipulagning umhverfisvemdar á fjölförnum ferðamannastöðum verið mjög til umræðu og ber þar hæst málefni Dyrhólaeyjar. Bændur í ná- grenni Eyjarinnar hafa á undanföm- um árum staðið fyrir margþættum athugunum á náttúmfari, sögu og nýtingarmöguleikum staðarins og gerð hefur verið áætlun um rekstur hans út frá ströngum umhverfisfor- sendum þar sem reiknað er með að náttúruvemd og nauðsynleg þjónusta sé fjármögnuð af þeim sem heim- sækja svæðið. Þá hafa bændur í Reynishverfi komið upp og hafið 259
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.