Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1993, Síða 18

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1993, Síða 18
UMHVERFISMÁL Frá Hólmavík. Ljósm. Stefán Gislason. Hugmyndir heimamanna Stefán Gíslason, sveitarstjóri Hólmavíkurhrepps Sorpmálin hvíla þungt á okkur sveitarstjórnarmönnum um þessar mundir. Með vaxandi sorpmagni og auknum kröfum um hollustu við meðferð og eyðingu á sorpi verður þessi málaflokkur sífellt erfiðari við- fangs og - það sem okkur finnst verst af öllu - dýrari. Baráttan viö sorpið Ýmsum kann að finnast að okkur, hvort sem það er „okkur Hólmvík- ingum“, „okkur Vestfirðingum“ eða „okkur íslendingum“, hafi lítið orðið ágengt í baráttunni við sorpið. Samt væri verulega ósanngjarnt að halda því fram að við höfum setið aðgerða- laus og horft á sorpið hrúgast upp. Þvert á móti er mikil vinna í gangi í þeim tilgangi að finna sem bestar og hagkvæmastar lausnir á þessum vanda. I því sambandi er nærtækast að nefna verkefnið sem nú er að hefjast hér á Vestfjörðum í samvinnu um- hverfisráðuneytisins, Sambands ís- lenskra sveitarfélaga og Fjórðungs- sambands Vestfirðinga. Einnig er hægt að benda á ýmis staðbundin verkefni og framkvæmdir sem miða að því að leysa sorpvandamál ein- stakra byggðarlaga. En um hvað snúast þessi verkefni? Og eftir hverju erum við að leita? Jú, við erum að leita að ódýrri og um- hverfisvænni leið til að losa okkur við allt það sorp sent til fellur. Þetta er yfirleitt gert annaðhvort með urðun eða brennslu. En er ekki hugsanlegt að við höfum vanrækt rannsóknir á rótum vandans? Hvað er allt þetta dómadags rusl eiginlega að gera í sorppokum hjá venjulegu fólki? Væri ekki nær að leita leiða til að létta að- eins á sorppokunum, draga úr magn- inu sem í þá berst? Þá yrði eftirleik- urinn alla vega auðveldari og - það sem okkur finnst best af öllu - ódýr- ari! Hvar á að spila vörnina? Baráttan við sorpið er varnarbarátta og fram til þessa höfum við kosið að spila vömina aftarlega. En er ekki sagt að sókn sé besta vörnin? Væri 264

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.