Sveitarstjórnarmál - 01.10.1993, Page 19
UMHVERFISMÁL
ekki ráð að spila vörnina framar?
Til að einfalda málið, eða e.t.v. til
að flækja það, getum við skipt að-
gerðum í vörninni í þrjá flokka:
• í fyrsta lagi: Aðgerðir sem miða
að því að minnka umfang þess sorps
sem til fellur.
• í öðru lagi: Aðgerðir sem miða að
því að sem minnstur hluti þess sorps,
sem fellur til, þrátt fyrir aðgerðir í
fyrsta flokki, fari óflokkaður hina al-
mennu sorpeyðingarleið, þ.e. í urðun
eða brennslu.
• í þriðja lagi: Aðgerðir sem miða
að því að eyðing þess sorps, sem fer
hina almennu sorpeyðingarleið, þrátt
fyrir aðgerðir í öðrum flokki, valdi
sem minnstum umhverfisspjöllum og
komi að sem mestu gagni, ef um
gagnsemi getur verið að ræða.
Minni úrgangur?
Eins og áður hefur komið fram
höfum við sinnt lítt um fyrsta flokkinn
af þessum þremur. Ef okkur tækist
hins vegar að finna leiðir til að létta
verulega á sorppokum heimilanna,
eins og ég orðaði það hér áðan, myndi
það í senn hlífa umhverfi okkar og
spara verulega fjármuni. En hvað er í
sorppokunum? Eflaust er það mjög
misjafnt eftir heimilum, en sennilega
fer þar mikið fyrir umbúðum af ýmsu
tagi, svo sem utan af mjólk og mjólk-
urafurðum. Þessar umbúðir eru gjarn-
an úr plasti eða plasthúðuðum pappír,
taka mikið pláss og henta illa til end-
urvinnslu. Væri ekki ráð að setja á
stofn sérstakan starfshóp til að kanna
möguleika á að draga úr þessu urn-
búðafargani, ásamt því að telja neyt-
endum trú um að hægt sé að verulegu
marki að komast af án þessara um-
búða.
Ef við stöldrum aðeins lengur við
mjólkurafurðaumbúðirnar, þá hefur
greinilega orðið ör þróun á því sviði
á síðustu mánuðum og árum. Þessa
þróun má kenna við framfarir, um-
búðirnar henta neytendum afar vel, og
enginn sem reynt hefur þarf að efast
um gæði innihaldsins. I hverri plast-
dollu er hæfilegur skammtur í eina
skyndimáltíð og e.t.v. fylgir kornmeti
með í sérstöku plasthólfi. Þægindin
eru augljós, en eftir situr spurningin
um það hversu lengi við höfum efni á
þægindum af þessu tagi. Því má svara
til að þessar umbúðir séu ekkert svo
dýrar, og eflaust er það rétt, enda
snýst spurningin ekki um það, heldur
um það hversu lengi við höfum efni á
þægindum af þessu tagi út frá um-
hverfissjónarmiðum.
Mjólkurafurðaumbúðir eru auðvit-
að ekki það eina í sorppokunum. Þar
er einnig að finna aðrar einnota um-
búðir af ýmsu tagi; ávaxtabakka úr
einangrunarplasti, eggjabakka úr ein-
angrunarplasti, tómar fiskbollu- og
ávaxtadósir, svo eitthvað sé nefnt - að
ógleymdum bréfbleiunum sem eyðast
upp til agna í náttúrunni á svo sem
500 árum. Það væri óhófleg bjartsýni
að halda að allir þessir hlutir geti
horfið af sjónarsviðinu á næstunni, en
einhverjum árangri hlýtur að vera
hægt að ná með samstilltu átaki.
Meiri flokkun?
Víkur nú sögunni að aðgerðum í
öðrum flokki, þ.e. aðgerðum sem
miða að því að sem minnstur hluti
þess sorps, sem fellur til, þrátt fyrir
allt, fari óflokkaður hina almennu
sorpeyðingarleið, í brennslu eða urð-
un.
I þessu sambandi má m.a. velta
fyrir sér afdrifum lítilla glerflaskna og
krukkna, svo sem undan tómatsósu,
kardimommudropum, C-vítamín-
töflum, matarolíu, marmelaði, barna-
mat, Neskaffi eða bara hverju sem er,
öðru en drykkjarvörum. Þessar um-
búðir fara gjarnan í ruslið, nema sá
hluti þeirra sem fær nýtt hlutverk á
saft- og sultuframleiðsluheimilum.
Allar þessar dollur mætti endurnýta ef
til væri kerfi sem tæki við þeim og
kæmi þeim aftur til framleiðenda við-
komandi vöru. Þetta kann svo sem að
virðast fjarstæðukennt, en í raun er
jafn einfalt eða flókið að koma tómum
umbúðum frá neytendum til fram-
leiðenda, eins og það er að koma vör-
um í þessum sömu umbúðum frá
framleiðanda til neytenda.
Aðferóirnar í Árslev
Hvað varðar sorpflokkun og að-
gerðir til að draga úr magni þess
sorps, sem eyða þarf með urðun eða
brennslu, getum við lært mikið af
reynslu nágrannalandanna, og að
sjálfsögðu höfum við þegar lært sitt af
hverju. Á síðasta hausti heimsótti ég
ásamt fleiri Hólmvíkingum vinabæ-
inn Árslev í Danmörku. Þar er lands-
lagið eins frábrugðið vestfirskum
fjöllum og hugsast getur og þröngbýli
mikið á okkar mælikvarða. Á slíkum
stöðum komast menn ekki hjá því að
leggja verulega mikið á sig til að
sorpvandinn vaxi þeim ekki yfir höf-
uð í orðsins fyllstu merkingu.
Forsvarsmenn verktakafyrirtækis,
sem sér um sorphirðu í Árslev og
víðar, sögðu okkur frá því að aðeins
um 15% af því sorpi, sem þar fellur
til, væru urðuð. Allt hitt, þ.e. 85% af
sorpinu, er endurnýtt með einhverjum
hætti.
Á malbikuðu gámasvæði í Árslev
standa um það bil 15 gámar, þar sem
fólk getur losað sig við tiltekinn úr-
gang. Þar er m.a. sérstakur gámur
fyrir einangrunarplast, annar fyrir
venjulegt plast, enn annar fyrir pappa,
einn fyrir pappír og dagblöð, einn
fyrir mold og grjót, einn fyrir steypu-
brot, einn fyrir tígulstein og einn fyrir
timbur svo eitthvað sé nefnt. Á
gámasvæðinu eru einnig ílát fyrir
tómar flöskur og gríðarstór haugur
fyrir hvers konar garðúrgang. Fyrr-
nefnt verktakafyrirtæki hefur einnig
á sínum vegum sérstakan sendiferða-
bíl til móttöku á spilliefnum. Ungar
konur með háskólapróf í efnafræði
aka um sveitarfélagið á þessum bíl og
heimsækja hvert einasta heimili fjór-
um sinnum á ári til að taka við spilli-
efnum sem falla þar til. Og sé fjöl-
skyldan ekki heima koma þær bara
aftur eftir nokkra daga. Að sögn for-
svarsmanna fyrirtækisins hefur þessi
aðferð skilað margföldum árangri á
við hina hefðbundnu spilliefnamót-
töku þar sem fólkið þarf sjálft að
koma efnunum á móttökustað. Nú, og
ef Danirnir eru orðnir leiðir á sófa-
settinu sínu, þá fara þeir ekki með það
út á hauga og horfa á það brenna til að
það lendi ekki hjá vandalausum,
heldur hringja þeir í endurnýtingar-
þjónustuna, sem sækir viðkomandi
hlut heim og kemur honum í næstu
„Genbrugs“-verslun.
Nú er auðvitað ekkert sjálfgefið að
við getum notað aðferðir Árslevbúa
óbreyttar á Vestfjörðum. Bæði eru
landfræðilegar aðstæður afar ólíkar
eins og áður hefur komið fram, og
þess ber líka að gæta að í Árslev búa
265