Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1993, Blaðsíða 21

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1993, Blaðsíða 21
UMHVERFISMÁL veldara fyrir að losa sig við þennan úrgang, svo sem með því að setja upp litla brotajárnsgáma inni í íbúðar- hverfum. 4. Landbúnaöarplast Af eðlilegum ástæðum fellur ekki til mikið af landbúnaðarplasti né rúllubaggaplasti í Hólmavíkurhreppi, en öðru máli gegnir um nærliggjandi sveitarfélög. Oddviti Hólmavíkur- hrepps hefur lagt það til að bændur pakki þessu plasti í bagga og grafí þá á vísum stað. Síðan yrði plastið grafið upp þegar fundnar hafa verið heppi- legar leiðir til að endurnýta það. I þessu sambandi mætti einnig hugsa sér að plastböggunum yrði safnað saman af stærra svæði og þeir geymdir á einum stað til síðari nota. Einhverjir bændur hafa þegar þennan hátt á. Þannig sá ég í vetur mjög einfaldan heimasmíðaðan búnað til að pakka rúllubaggaplasti. Þetta var krossviðarkassi sem bindigarn var þrætt í. Plastinu var síðan troðið í kassann og hnýtt fyrir þegar kassinn var fullur. Þannig fengust þéttir og snyrtilegir, kantaðir baggar sem stafl- ast sérlega vel. Baggar af þessu tagi myndu henta mjög vel til orkufram- leiðslu í sorpbrennslustöðvum, en nánar verður vikið að þeim málum hér á eftir. 5. Útboö og uröun Þessa dagana er verið að auglýsa útboð á sorphirðu og sorpurðun á Hólmavík. Undanfarin ár hefur sorp- inu verið brennt með misjöfnum ár- angri við lágt hitastig en nú er ákveðið að taka upp urðun í staðinn, a.m.k. fyrst um sinn. Væntanlegur verktaki mun sjá um alla þætti sorphirðunnar og sorpeyðingarinnar, þ. á m. allar framkvæmdir á urðunarstaðnum. Urðunarstaðurinn verður aðeins opinn almenningi stutta stund í hverri viku en sorpgámi valinn staður utan við hliðið inn á urðunarsvæðið til að auð- velda fólki að losna við sorp eftir til- tektir og annað tilstand. Inni í bænum verða einnig settir upp sorpgámar annars vegar fyrir óflokkað sorp og hins vegar lífrænan úrgang. Það er skoðun hreppsnefndarinnar að með þessum skipulagsbreytingum muni umgengni um sorpið batna en land- rými til urðunar er þó heldur tak- markað. 6. Brennsla til orkuvinnslu A Hólmavík er mikill áhugi á þeim möguleika að nýta orku frá sorp- brennslu til húshitunar. í því sam- bandi hefur athyglin einkum beinst að íþróttahúsinu eða félagsheimilinu sem þar er nú í byggingu. Sorp- brennslustöð í nágrenni hússins er talin geta annað orkuþörf þess ásamt því að hita upp sundlaug sem hugs- anlega yrði byggð við húsið. Reyndar hefur verið reiknað út að orkan frá sorpi Hólmvíkinga myndi að auki duga til að kynda svo sem 10 einbýl- ishús en rétt er að fara varlega í áætl- anir af því tagi, m.a. vegna þeirra vandamála sem flutningur orkunnar hefur í för með sér. Eins og fram hefur komið er há- hitabrennslan nýtilkomin sem raun- hæfur valkostur en ef frumkvöðlum á þessu sviði tekst vel til má vænta þess að Hólmvíkingar skoði þennan möguleika af fullri alvöru á næstu árum. Lokaorö Eg hef hér að framan drepið á ýmis atriði sem komið hafa upp í umræðum og vangaveltum Hólmvíkinga um sorpmál og sagt frá þvf helsta sem þar er á döfinni í þessum málaflokki. Dæmin, sem ég hef nefnt, eru þó engan veginn einstök í sinni röð því að hvarvetna blasa þessi sömu við- fangsefni við forsvarsmönnum byggða. Það er þó von mín að eitthvað af þessum atriðum geti vakið upp spurningar og orðið efni í umræður. Og orð eru til alls fyrst. Grein þessi er samhljóða framsöguerindi, sem höfundur flutti á fundi um umhverfismál sveitarfélaga á ísafirði 26. maí Umsókn um framlög úr Framkvæmdasjóði aldraðra 1994 Stjóm Framkvæmdasjóðs aldraöra auglýsir eftir umsóknum um framlög úr sjóðnum árið 1994. Eldri umsóknir koma aðeins til greina séu þær endurnýjaðar. Nota skal sérstök umsóknar- eyðublöð sem fylla ber samviskusamlega út og liggja þau frammi í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu. Einnig er ætlast til að umsækjendur lýsi bréflega einingum húsnæðisins, byggingarkostnaði, verkstöðu, fjármögnun, rekstraráætlun, þjónustu- og vistunarþörf ásamt mati þjónustuhóps aldraðra (matshóps) og þar með hvaða þjónustuþætti ætlunin er að efla. Umsókn skal fylgja ársreikningur 1992 endurskoðaður af löggiltum endurskoðanda og kostnaðaryfirlit yfir fyrstu níu mánuði ársins 1993. Sé ofangreindum skilyrðum ekki fullnægt áskilur sjóðstjórn sér rétt til aö vísa umsókn frá. Umsóknir skulu hafa borist sjóðstjórninni fyrir 1. desember 1993, heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytinu, Laugavegi 116, 150 REYKJAVÍK. V. Stjórn Framkvæmdasjóðs aldraðra 267
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.