Sveitarstjórnarmál - 01.10.1993, Síða 25
VERKASKIPTING RÍKIS OG SVEITARFÉLAGA
á landi og starfa enn með sama nafni, þótt hlutverk
þeirra sé nú með mjög breyttum hætti frá því sem áður
var. Þó er ljóst að frá upphafi hefur framfærsluskylda
og lítt skilgreind gagnkvæm trygging verið meginhlut-
verk sveitarfélaganna, og er svo reyndar enn í dag.
Óhætt er að fullyrða að staða sveitarfélaga í íslenskri
stjórnsýslu sé býsna trygg. í 77. gr. stjórnarskrárinnar
er kveðið á um tilvist sveitarfélaga, en þar segir að rétti
sveitarfélaga til þess að ráða sjálf málefnum sínum
skuli skipað með lögum. Um sveitarfélög gilda nú lög
nr. 8 frá 1986, en þar segir í fyrstu grein að byggðin í
landinu skiptist í staðbundin sveitarfélög sem stýra sjálf
málefnum sínum á eigin ábyrgð. Akvæði um verkefni
sveitarfélaga er síðan aðallega að finna í 6. gr. sveitar-
stjórnarlaganna, en þeim má annars vegar skipta í
skylduverkefni og hins vegar í valkvæð verkefni.
Meginreglan er að sveitarfélögum er skylt að annast
þau verkefni sem þeim eru falin í lögum og þeim er
skylt að vinna að sameiginlegum velferðarmálum íbú-
anna eftir því sem þurfa þykir á hverjum tíma. Þetta
orðalag er býsna víðtækt eins og heyra má. I sveitar-
stjórnarlögum eru taldir upp helstu verkefnaþættirnir,
svo sem félagsmál, fræðslumál, húsnæðismál, skipu-
lags- og byggingarmál svo að fátt eitt sé nefnt, og eru
þeir málaflokkar skilgreindir lítillega. Hitt er þó ljóst að
allar helstu ákvarðanir og skilgreiningar á skylduverk-
efnum sveitarfélaga er að finna í hinum margvíslegu
lagabálkum og aragrúa reglugerða sem settar hafa verið
um einstaka málaflokka.
Valkvæðu verkefnin eru síðan nánast óteljandi.
Lagareglan segir einfaldlega að sveitarfélög geti tekið
að sér hvert það verkefni sem varðar íbúa þeirra, enda
sé það ekki falið öðrum til úrlausnar að lögum. Tak-
mörkin eru þau ein að verkefnið varði íbúa sveitarfé-
lagsins og öðrum hafi ekki verið falin úrlausn þess.
Sveitarfélög geta t.d. ekki gengið inn á verksvið ríkis-
stofnana eða annarra sem löggjafarvaldið hefur falið
umsjá ákveðinna mála. Heimildir til sveitarstjórna
samkvæmt þessu eru samt sem áður mjög víðtækar, og
eflaust má telja það á valdi sveitarstjórnar að meta hvað
varðar íbúana og hvað ekki.
Gagnrýnin á núverandi skipan
Undanfarin ár og jafnvel áratugi hafa farið fram
miklar umræður um endurskoðun á verkaskiptingu ríkis
og sveitarfélaga svo og um endurskipan sveitarstjórn-
armála og hafa ýmsar nefndir verið skipaðar til þess að
fjalla m.a. um endurskoðun sveitarstjómarlaga og end-
urskipan sveitarstjórnarumdæma með hugsanlega sam-
einingu sveitarfélaga í huga. Auk þeirra hafa stjórn-
skipaðar nefndir starfað til þess að fjalla um tekjustofna
sveitarfélaga, verkaskiptingu rfkis og sveitarfélaga í
heild svo og skiptingu verkefna í einstöku málaflokk-
um.
Ef dregin er saman sú gagnrýni, sem fram hefur
komið á núverandi fyrirkomulag verkaskiptingar ríkis
og sveitarfélaga, má segja að hún felist í fjómm meg-
inatriðum:
1) Þar er í fyrsta lagi nefnt að ríkið hafi oft með
höndum verkefni sem mun betur væru komin í höndum
heimamanna vegna þekkingar þeirra á staðbundnum
þörfum og aðstæðum og að sveitarfélögin geti leyst þau
verkefni á skilvirkari hátt;
2) I öðru lagi er nefnt að verkaskipting ríkis og
sveitarfélaga sé afar óskýr og flókin, mikil vinna sé
lögð í margs konar uppgjör milli þessara aðila og að í
mörgum tilfellum sé stöðug togstreita og ágreiningur
um kostnaðaruppgjör og fjárhagsleg samskipti;
3) I þriðja lagi má nefna að ákvarðanir um fram-
kvæmdir eru oft taldar teknar af þeim aðilanum sem
ekki ber síðan nægjanlega ábyrgð á stofnkostnaði og
rekstri viðkomandi verkefnis;
4) Og í fjórða lagi eru svo sveitarfélögin talin fjár-
hagslega ósjálfstæð og of háð ríkisvaldinu.
Auka mætti skilvirkni í opinberri stjórn-
sýslu
I ljósi þeirra vankanta, sem þannig eru taldir á nú-
verandi verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga, hafa
fjögur meginmarkmið verið sett fram, sem hugmyndir
um breytingu á verkaskiptingu milli ríkis og sveitarfé-
laga byggja á:
1) Þar er fyrst að nefna að sveitarfélögin skuli einkum
hafa með höndum verkefni sem ráðast af staðbundnum
þörfum og þar sem ætla má að þekking á aðstæðum
ásamt frumkvæði heimamanna leiði til betri og skil-
virkari þjónustu, en ríkið annist fremur verkefni sem
hagkvæmara er að leysa yfir landið í heild;
2) I öðru lagi að gera verkaskiptingu ríkis og sveit-
arfélaga skýrari og einfaldari, þannig að hver mála-
flokkur falli svo sem frekast er kostur undir annan
hvorn aðilann;
3) I þriðja lagi að saman fari frumkvæði, framkvæmd
og fjárhagsleg ábyrgð á stofnkostnaði og rekstri;
4) Og í fjórða lagi að sveitarfélögin verði fjárhags-
lega sjálfstæð og minna háð ríkisvaldinu en nú er.
Þessu til viðbótar hefur nú í seinni tíð komið æ betur
í ljós að skipan opinberrar stjórnsýslu hér á landi er
engan veginn nægjanlega skilvirk, þannig að taka megi
í tíma nauðsynlegar ákvarðanir um stjóm rikisfjármála.
Leiða má að því líkur að auka megi skilvirkni í opin-
berri stjórnsýslu hér á landi með því að auka hlutdeild
sveitarstjórna í opinberum rekstri. Ef litið er til annarra
Norðurlanda, vekur sérstaka athygli að sveitarfélögin
þar hafa með höndum um tvo þriðju hluta samneysl-
unnar, meðan sveitarfélög hér á landi hafa með höndum
tæpan fjórðung hennar.
Markviss stefna í Evrópuráósríkjum
I þessu sambandi er rétt að vekja athygli á skýrslu
271