Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1993, Page 36

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1993, Page 36
SAMEINING SVEITARFÉLAGA allra þeirra íbúa í sveitarfélaginu, sem fullnægðu kosn- ingarréttarskilyrðum 1. september 1993 að viðbættum nöfnum þeirra, sem dveljast annars staðar á Norður- löndunum og eiga að hafa hér kosningarrétt, sbr. 2. mgr. 19. gr. laga nr. 8/1986. Sveitarstjórn sér um að leiðrétta kjörskrárstofn eftir því sem tilefni gefst til. Athygli er vakin á að viðmið- unardagur kjörskrár er nú 1. september 1993. Sú breyt- ing hefur þær afleiðingar að sveitarstjórnir þurfa að gera tiltölulega fáar breytingar á þeim kjörskrárstofni sem Hagstofan lætur þeim í té. Kjörskrárgerð mun því ganga greiðar fyrir sig. Vegna þessara breytinga er þess að vænta að kærutilefnum muni fækka. Kærumál, sem upp geta komið, munu væntanlega einkum varða öflun eða glötun ríkisfangs, lát manns, mistök við kjörskrár- samningu (einstaklingur verið ranglega tekinn af henni eða bætt við) eða að íslenskur ríkisborgari, er dvelur erlendis og telur sig uppfylla skilyrði laganna um kosningarrétt, hefur af einhverjum ástæðum ekki verið færður á kjörskrá. Kjörskrá skal rita á sérstök kjörskráreyðublöð, sem Hagstofan lætur sveitarstjórnum í té eftir pöntun. A kjörskrá skal skrá fullt nafn kjósanda, heimilisfang (lögheimili) og kennitölu svo og þjóðerni, ef um nor- rænan ríkisborgara er að ræða. Þegar samningu kjörskrár er lokið, skal hún undirrit- uð í samræmi við 2. mgr. 16. gr. laga nr. 80/1987, sbr. lög nr. 10/1991, þ.e. af oddvita sveitarstjórnar eða framkvæmdastjóra hennar. Kjörskráin skal liggja frammi í 24 daga fyrir kjördag, þ.e. frá 27. október 1993 til og með 20. nóvember 1993, sbr. 1. mgr. 19. gr. laga nr. 80/1987, sbr. lög nr. 10/ 1991. Áður en kjörskrá er lögð fram skal auglýsa hvar það verður gert og á þann hátt á hverjum stað sem venja er þar að birta opinberar auglýsingar, sbr. 2. mgr. 19. gr. laga nr. 80/1987, sbr. lög nr. 10/1991. Hver sem er getur kært til sveitarstjórnar að nafn eða nöfn einhverra kjósenda vanti á kjörskrá eða þeim sé þar ofaukið. Kærufrestur til sveitarstjórnar rennur út kl. 12 á hádegi 6. nóvember 1993. Allar breytingar, sem gerðar eru eftir að kjörskráin hefur verið lögð fram, skal fara með sem kjörskrár- kærur og gilda þá ákvæði 20. og 21. gr. laga nr. 80/ 1987, sbr. lög nr. 10/1991. Þegar framlögð kjörskrá hefur verið leiðrétt í sam- ræmi við kæruúrskurði, skal hún undirrituð af oddvita sveitarstjórnar eða framkvæmdastjóra hennar. Eftir það verður engin breyting gerð á kjörskránni nema sam- kvæmt dómi, sbr. 2. mgr. 21. gr., sbr. og 24. gr. laga nr. 80/1987, sbr. lög nr. 10/1991. Rétt þykir að benda á að kjörskrá sú, sem lögð er fram 24 dögum fyrir kjördag, má vera heildarkjörskrá við- komandi sveitarfélags. Samkvæmt eðli máls hlýtur hins vegar sú kjörskrá, sem kosið er eftir á kjördegi, að vera sniðin eftir þörfum þeirrar kjördeildarskiptingar er gildir í sveitarfélaginu. Um þetta er nánar fjallað í kafla IV. 5. IV. Um kjörskrárstofna 1. Á kjörskrárstofni eru: a. Allir íslenskir ríkisborgarar, sem skráðir eru með lögheimili í ákveðnu sveitarfélagi samkvæmt íbúaskrá þjóðskrár 1. september 1993 og eru fæddir 20. nóvember 1975 ogfyrr, sbr. 1. mgr. 19. gr. laga nr. 8/1986, sbr. og 1. gr. laga nr. 75/ 1993. b. Þeir íslenskir ríkisborgarar, sem flutt hafa lög- heimili sitt til hinna Norðurlandanna samkvæmt Norðurlandasamningi um almannaskráningu, sbr. 2. mgr. 19. gr. laga nr. 8/1986. c. Þeir danskir, finnskir, norskir og sœnskir rt'kis- borgarar, sem lögheimili hafa átt á íslandi íþrjú ár samfellt frá 1. desember 1989, enda séu þeir fæddir 20. nóvember 1975 og fyrr, sbr. 3. mgr. 19. gr. laga nr. 8/1986. Ætlast er til að kjörskrárstofninn verði fullgild kjör- skrá þá er sveitarstjóm hefur leiðrétt hann og oddviti sveitarstjórnar eða framkvæmdastjóri hennar hefur undirritað hana. Lengst til hægri á kjörskrárstofninum eru tveir dálk- ar, þar sem setja skal x-merki þegar kjósandi neytir at- kvæðisréttar á kjördegi. Öll x-merki við nöfn karla skuli sett í dálkinn með fyrirsögninni „Ka“, en x-merki við nöfn kvenna í dálkinn með fyrirsögninni „Ko“. Er þetta til að auðvelda talningu karlkjósenda og kvenkjósenda, en þeir skulu gerðir upp hvorir í sínu lagi í skýrslu þeirri, sem Hagstofunni er látin í té um atkvœðagreiðsluna. Sveitarstjórnir eiga að hafa fengið í hendur eyðublöð undir þá skýrslu. Aftan við kjörskrárstofn hvers sveitarfélags er til- greind tala nafna, fyrst tala karla, síðan tala kvenna og loks samtala þeirra. Tala kjósenda samkvæmt endan- legri kjörskrá verður að sjálfsögðu oftast önnur en gefið er upp á kjörskrárstofninum, sem sendur hefur verið. 2. Erlendir ríkisborgarar Á kjörskrárstofni em danskir, finnskir, norskir og 282

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.