Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1993, Page 37

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1993, Page 37
SAMEINING SVEITARFÉLAGA sænskir rfkisborgarar, sem eru á íbúaskrá þjóðskrar 1. september 1993, hver með sínu ríkisfangstákni: Danir (Færeyingar og Grænlendingar) DK, Finnar FI, Norð- menn NO og Svíar SE. Kosningarrétt hafa þessir er- lendir ríkisborgarar því aðeins að þeir hafi átt lögheim- ili hér á landi í þrjú ár samfellt frá 1. desember 1989. Þeir danskir ríkisborgarar, sem búsettir voru á Islandi 6. mars 1946 eða höfðu verið hér búsettir einhvern tíma á síðustu 10 árunum fyrir þann tíma, eiga kosningarrétt á íslandi þegar þeir dveljast hér, skv. 1. gr. laga nr. 18/ 1944, sbr. 1. gr. laga nr. 85/1946. Þeir eru því ekki háðir skilyrðum um að hafa átt hér lögheimili samfellt í þrjú ár. Tekið er fram að ríkisfangstákn kunna að vera röng. Þannig getur komið fyrir að maður, sem í raun og veru er erlendur ríkisborgari, sé talinn íslenskur. Sveitar- stjórnir verða að hafa þetta í huga þegar þær fara yfir kjörskrárstofninn og gera úr honum fullgilda kjörskrá. Sama er ef einhver er ekki á kjörskrárstofni af því að hann er ranglega talinn erlendur nkisborgari á íbúa- skrá. 3. Niðurfelling manna af kjörskrárstofni Sveitarstjórn skal strika með bleki yfir línu (nafn og persónuupplýsingar) allra þeirra sem hún fellir niður af kjörskrárstofni og um leið skal gefa til kynna með skammstöfun framan við nöfn hlutaðeigandi hver er ástæða útstrikunarinnar. Útstrikunum og fyrrgreindum skammstöfunum þeirra skal haga sem hér segir: a. Skammstöfum + (krossmerki): Maður á skránni er látinn. b. Skammstöfun „e. ísl.“ (= ekki íslenskur ríkis- borgari): Maður, sem með röngu er talinn ís- lenskur ríkisborgari á skránni, enda sé ekki um að ræða norrænan ríkisborgara með kosningar- rétt. 4. Menn sem bætast á kjörskrárstofn Nöfn þeirra manna, sem sveitarstjórn telur að bæta skuli við kjörskrárstofn, skal rita á milli lína meðal íbúa hlutaðeigandi húss, ef rúm er fyrir þá þar. Ef svo er ekki skal rita nöfn þeirra aftan við aðalskrána, á sérstakt blað eða blöð. Slík viðbót við kjörskrá skal vera alveg eins úr garði gerð og aðalskráin, þ.e. götu- og/eða húsheiti í stafrófsröð og undir þeim nöfn með þeim upplýsingum sem eiga að vera á skránni. A þeim stað í aðalskránni, þar sem maður ætti að vera, skal rita aftan við hlutað- eigandi húsauðkenni: „Sjá viðb.“ 5. Annað Öll kjörskráreintök, sem tekin eru í notkun, skulu að sjálfsögðu fá sömu meðferð að því er snertir leiðrétt- ingar og áritanir. Hagstofan hefur ekki tök á að láta í té sérstakar kjör- skrár fyrir einstakar kjördeildir í sveitarfélagi. Séu kjördeildir fleiri en ein ogjylgi kjördeildarskipting ekki staðarröð kjörskrár skal fara þannig að: Kjördeildir skulu auðkenndar með rómverskum tölustöfum í fram- haldandi röð (I, II o.s.frv.), og síðan skal rita aftan við hvert húsauðkenni á skránum númer þeirrar kjördeildar, sem húsið tilheyrir. Þannig hefur verið farið að við undanfarnar kosningar og gefist vel. Sveitarstjórn má eins gera nýja kjörskrá fyrir hverja kjördeild kjósi hún það heldur. Eins og áður segir skulu allar kjörskrár rit- aðar á kjörskráreyðublöð Hagstofunnar. V. Kjörfundir Kjörfundir verða með sama hætti og áður, en þó hefur sú breyting orðið að kjörfundi skal slíta eigi síðar en kl. 22 á kjördag, sbr. lög nr. 10/1991. Greiða skal atkvæði með eftirfarandi hætti: Kjósandi markar með ritblýi kross á atkvæðaseðilinn fyrir framan þá fullyrðingu sem lýsir afstöðu hans til þeirrar tillögu, sem sett er fram á atkvæðaseðlinum. Hagstofan hefur sent eða sendir sveitarstjórnum nánari leiðbeiningar um atkvæðagreiðsluna á kjör- fundi. Umdæmanefndir landshlutasamtakanna hafa ákveðið í sameiningu að kjörfundir skuli standa hinn 20. nóv- ember til kl. 22. Kjörstjórn (yfirkjörstjórn) ákveður á hinn bóginn hvenær kjörfundur hefst. Þótt kjörfundi verði lokið fyrr vegna þess að allir fbúar á kjörskrá hafa neytt atkvæðisréttar síns mega kjörstjórnir ekki skýra frá niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar fyrr en eftir að öll- um kjörstöðum á landinu hefur verið lokað, þ.e. kl. 22. Að talningu atkvæða lokinni skal kjörstjórn senda við- komandi umdæmanefnd niðurstöður atkvæðagreiðsl- unnar. VI. Lokaorð Þurfi sveitarstjórn á að halda fleiri en fjórum kjör- skráreintökum ætlast Hagstofan til að hún sjálf geri viðbótareintök af kjörskránni á eyðublöð, sem hún læt- ur í té til þeirra nota. 283

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.