Sveitarstjórnarmál - 01.10.1993, Qupperneq 46
ATVINNUMÁL
traustan grwm, reisa eina liœð í
einu, yfirbyggingin er engin.
Aðrir hafa byrjað reksturinn á að
taka stórt lán. Þar næst er keyptur
stór jeppi, tölva og fín húsgögn á
skrifstofuna. Þar er byrjað á að reisa
yfirbygginguna og þakið. Síðan
hrynur allt vegna þess að grunnurinn
er enginn. I fallinu missir fjölskyldan
húsnæðið, og jafnvel fleiri nátengdir
ættingjar verða fyrir skelli.
Þetta er munurinn á uppbyggingu
fyrirtækja.
Ætli ekki væri betur komið fyrir
íslenskri þjóð ef fleiri hugsuðu eins
og þær konur sem hafa byggt upp, og
munu byggja upp, sín fyrirtæki eins
og lýst var hér að framan.
Athygli mína vakti hve þær konur
sem ég talaði við sögðust vera
ánægðar með að geta talað við konu
um sín fjármál. Þær kvörluðu yfir því
hve erfitt þeim hafi reynst að fá
karlmcnn í „kerfinu" til að skilja það
að þær vilja fara hægt af stað við
uppbyggingu fyrirtækja sinna.
Tillögur starfshópsins
Við gerð tillagnanna ákvað starfs-
hópurinn að höfð yrði hliðsjón af
tölum um atvinnuleysi eftir land-
svæðum. Að styrkir rynnu til kvenna
á atvinnuleysisskrá að öðru jöfnu. Að
styrkir nýttust einkum atvinnulaus-
um konum. Og að leitast yrði við að
ná varanlegum árangri í baráttunni
við atvinnuleysi.
Starfshópurinn skilaði svohljóð-
andi tillögum til félagsmálaráðherra
11. október:
A. Námsaðstoð
til atvinnu-
lausrakvenna kr. 5.443.000,00
B. Til sveitarfélaga - 20.445.000.00
C. Til einkaaðila - 33.660.000,00
D. Óráðstafað - 452.000,00
Nánar um tillögurnar
Námsaðstoö
Með styrkjum þessum er atvinnu-
lausum konum, einkum þeim sem
lítillar eða engrar menntunar hafa
notið, gefinn kostur á að sækja nám
sem skapar þeim betri stöðu á
vinnumarkaði og styrkari grunn til
reksturs fyrirtækja. Hér er um að
ræða almennt grunnnám og grunn-
nám í viðskiptagreinum til styrktar
53 konum í allt að 30 vikur.
Félagsmálaráðuneytið mun gera
samning við þrjár skólastofnanir sem
munu sjá um námið. Styrkir þessir
hafa nú verið auglýstir og munu
fulltrúar viðkomandi skóla, stéttarfé-
laga og félagsmálaráðuneytis velja úr
umsóknum. Þetta er athyglisverð
nýjung sem ekki hefur verið reynd
hér á landi áður svo vitað sé. Það er,
að gefa atvinnulausum kost á námi í
svo langan tíma, sem sértæka aðgerð
til að vinna gegn atvinnuleysi.
Til sveitarfélaga
Styrkveitingar til sveitarfélaga eru
sérstæð nýjung. Að stórum hluta
verður farið af stað með svokallaða
námsatvinnu eða deildar stöður.
Er hér í flestum tilfellum um að
ræða aðhlynningarstörf við gæslu og
umönnun yngri grunnskólabarna.
Fyrirkomulag verður þannig að at-
vinnulausar konur verða ráðnar til
viðkomandi sveitarfélags, sem sér
um verklega og bóklega starfsþjálf-
un, umsjón og aðstöðu. Atvinnu-
leysistryggingasjóður greiðir sam-
svarandi þeim atvinnuleysisbótum
sem viðkomandi á rétt á, en 60 millj.
kr. framlag greiðir það sem upp á
vantar til að lágmarkslaun náist.
Deildar stöður. Eitt sveitarfélag,
Hveragerði, sótti um styrk til að gera
tilraun með svokölluð vinnuskipti,
eða deildar stöður. Tilhögun sem
þessi þekkist víða erlendis (job
rotation eða karusel), en hefur ekki
svo vitað sé verið reynd hér á landi.
Framkvæmdin mun verða með þeim
hætti að konur sem eru í vinnu fara í
hlutavinnu á móti námi og rýma
þannig til fyrir atvinnulausum kon-
um sem fara einnig í hlutavinnu á
móti námi og starfsþjálfun. Námið
munu konurnar stunda í Fjölbrauta-
skóla Suðurlands og auka þannig
kunnáttu sína og hæfni.
Reykjavrkurborg sótti um styrk til
að ráða 50 atvinnulausar konur til
aðhlynningarstarfa við grunnskóla
Reykjavíkur. Konurnar verða í hálfu
starfi og á móti í námi hjá Náms-
flokkum Reykjavíkur, sem samsvar-
ar hálfu starfi. Konurnar munu
stunda nám í grunngreinum og í
námsgreinum sem nýtast þeim í
starfi, s.s. næringarefnafræði, slysa-
hjálp o.fl.
Starfshópurinn lítur á tvo fyrri
hluta tillagna sinna sem athyglis-
verða tilraun. Ef vel tekst til með
framkvæmd þessara þátta má ætla að
framhald verði á og námsatvinna
verði fastur liður í starfi sveitarfélaga
til að tryggja sem flestum þegna
þeirra vinnu, um leið og starfsfólk
byggir upp þekkingu og menntun
sem nýtist þeim sem einstaklingum í
starfi og skilar atvinnurekendum
ánægðara og betur menntuðu starfs-
fólki.
Til einkaaðila
Starfshópurinn kom sér saman um
að styrkja einkaaðila með það í huga
að styrkirnir rynnu til:
• nýsköpunar, stofn- og rekstrar-
kostnaðar,
• framþróunar, hönnunar og mark-
aðssetningar,
• aðhlynningarstarfa.
Við styrkveitingar var höfð hlið-
sjón af atvinnuleysistölum hvers
landsvæðis, að styrkir dreifðust hlut-
fallslega milli landsvæða og því hve
mörg ný störf sköpuðust.
Dæmi um styrkveitingar
Ef tekin eru dæmi um styrkveitingar
má sjá að verkefnin eru margvísleg.
Þar má nefna:
• saumaskap hvers konar, allt frá
undirfötum til tískufatnaðar, ut-
anyfirfatnað og skófatnað
• skinnavinnslu til framleiðslu á
fatnaði, nytjahlutum og minja-
gripum úr gæru, hreindýra- og
geitaskinni ogfiskroði
292