Sveitarstjórnarmál - 01.10.1993, Qupperneq 52
ÍÞRÓTTIR OG ÚTIVIST
Glöggt má á myndinni sjá óbeina vegglýsinguna og hitalagnir í stálklæðningu. Myndina
tók Gunnar Valur Gísiason, núv. sveitarstjóri Bessastaðahrepps, við vigslu íþrótta-
hússins.
Ofan á límtrésbogana kemur síðan
stálklæðning sem myndar innra byrði
þaks og veggja, þar ofan á kemur
plastdúkur sem er læstur saman á
samskeytum, en það kemur í veg fyrir
að raki komist í gegn. Þá kemur 20 cm
þykk steinullareinangrun, síðan vind-
pappi, og er þannig gengið frá sam-
skeytum hans að tryggt er að ekkert
vatn komist í gegn, og loks stál-
klæðning yst. Þessi frágangur hefur
reynst mjög vel bæði á Akranesi og í
Þorlákshöfn og enginn leki komið
fram á húsunum auk þess sem kynd-
ingarkostnaður er ótrúlega lágur. Þá
er mjög hagkvæmt að þurfa ekki að
reisa vinnupalla inni í salnum þar sem
innra byrðið er fullfrágengið þegar
búið er að festa það á límtrésbogana.
Gaflar hússins eru gerðir með sama
hætti.
Upphitun/loftræsing
Að fenginni reynslu frá Akranesi
var ákveðið að sleppa hefðbundnu
ofnakerfi í íþróttasal og þess í stað
voru lagðar hitalagnir í bárumar á
þakstálinu. Þrátt fyrir að lagnirnar séu
„upp á vegg“ nýtist hitinn mjög vel
þar sem hann leitar eftir formi húss-
ins. Þá er einangrun það góð að stóran
hluta ársins er ekki nauðsynlegt að
kynda salinn. Stofnkostnaður lækkaði
verulega við þessa einföldu lausn. 1
búningsherbergjahluta eru hitalagnir
í gólfum. Reynslan er góð og er
kyndikostnaður álíka og í stóru ein-
býlishúsi. Lofræsing er með ein-
faldasta móti, aðeins er um að ræða
einfalt loftræsikerfi vegna búnings-
herbergja og baða.
Lýsing
Til að spara stofn- og reksturs-
kostnað vegna lýsingar í íþróttasal var
ákveðið að nota svokölluð
„bryggjuljós" með spamaðarperum,
raflögn er lögð með fram langveggj-
um og ljósin, sem eru látin lýsa upp á
loftið, eru fest á vegginn í þægilegri
hæð og stungið í samband. Mjög
auðvelt er að skipta um perur, vegna
breiddar salarins reyndist þó nauð-
synlegt að setja eina röð (8 kastara) af
hefðbundinni íþróttahúsalýsingu og
er fyrirhöfn og kostnaður vegna peru-
skipta allur annar og meiri!
Afgreiösla/anddyri/
búningsherbergi
Við hönnun íþróttahússins var lögð
áhersla á að tengja það sundlauginni
sem best og er komið inn í sameigin-
legt anddyri og afgreiðslu, hreinsitæki
sundlaugarinnar voru færð í tækja-
klefa undir fasta hluta áhorfendapall-
anna og einnig var komið fyrir gufu-
baðsklefa í nýbyggingunni. Mikil
áhersla er lögð á samnýtingu af-
greiðslu og búningsherbergja en
byggð voru tvö ný búningsherbergi
með tilheyrandi böðum. Gólf bún-
Útdraganlegir áhorfendapallar. Hægt er
að flytja þá hvert sem er ísalnum. Ljósm.
U. St.
ingsherbergja eru flísalögð og veggir
og gólf í böðum og þurrkherbergjum.
Gangar eru lagðir línoleumdúk. Ofan
á nýju búningsherbergjunum eru
svalir, um það bil 190 fermetrar að
stærð, sem nýtast vel fyrir þrekþjálf-
un, júdó, veitingar o.fl.
Samkomuhús
Þar sem húsið er langstærsta sam-
komuhús Ölfushrepps er það notað til
alls kyns samkomuhalds, þar á meðal
tónleika af ýmsum toga. Því var leitað
eftir áhorfendapöllum sem hægt væri
að nota bæði með fram langhlið á
íþróttakeppnum og þvers þegar um
annars konar samkomur væri að ræða.
Keyptir voru útdraganlegir bekkir
sem eru 5 einingar með 80 sætum
hver. Tveir starfsmenn geta með ein-
földum búnaði dregið pallana fram
þegar um keppni er að ræða og einnig
út á gólfið og raðað þeim þar í margs
konar uppstillingar. Þessi aðferð hef-
ur reynst mjög vel jafnt við tónleika
Sinfóníuhljómsveitar Islands og lítils
jasskvintetts, en með staðarvali pall-
anna má minnka og stækka salinn
eftir því hvaða samkoma á í hlut.
Aðalmarkmið byggingamefndar
hússins var í upphafi spamaður í
byggingu og rekstri. Með góðri sam-
vinnu þeirra, hönnuða, verktaka og
starfsmanna hefur tekist að byggja
íþróttamiðstöð í Þorlákshöfn þar sem
þessum markmiðum var náð.
298