Sveitarstjórnarmál

Ukioqatigiit

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1993, Qupperneq 61

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1993, Qupperneq 61
FÉLAGSMÁL Danir hafa hátt í tveggja áratuga reynslu af því að veita félagslega að- stoð eftir alhliða félagsmálalöggjöf sem skyldar sveitarfélögin til að uppfylla þarfir allra rbúa um félags- leg úrræði. f ljósi reynslunnar er nú verið að vinna að því þar í landi að koma á fót ríkisreknum ráðgjafar- miðstöðvum til að tryggja að ákveðin sérþekking glatist ekki. Þá telja margir að hjálpartækjaúthlutun og ýmsar tryggingabætur, s.s. bifreiða- styrkir, eigi að færast aftur á hendur ríkis. Nú á sér stað í Noregi einhver stærsta tilfærsla verkefna frá ríki til sveitarfélaga sem um getur. Með lögum, sem norska stórþingið sam- þykkti 1988, var ákveðið að öll þjónusta við fatlaða skyldi flytjast frá ríki til sveitarfélaga. Þar er skylda hvers sveitarfélags að skipuleggja þjónustu á einstaklingsgrundvelli út frá þörfum hvers og eins. Þjónustuna skal veita í heimabyggð á almennum stofnunum samfélagsins. Sveitarfé- lagið lætur gera nákvæma áætlun um þjónustu við hvern einstakling og þegar hún liggur fyrir kemur fjár- magn frá ríkinu til að borga kostnað- inn. Þessum tilflutningi á verkefnum skal vera lokið árið 1996. Þá hefur norska ríkisstjórnin nú nýlega ákveðið að framkvæmda- áætlun sú sem lá til grundvallar þessum verkefnaflutningi skuli styrkt enn frekar með fjármagni frá ríkinu sem nemur um 700-800 milljónum norskra króna. Astæða er til að undirstrika nauðsyn þess að við slíkar breytingar hér verður fjármagn að vera tryggt ef áunnin réttindi fatl- aðra eiga ekki að glatast. í Svíþjóð öðluðust gildi á sl. ári ný viðbótarlög um þjónustu við fatlaða sem auka enn á ábyrgð og skyldur sveitarfélaganna gagnvart fötluðum íbúum sínum. Þótt margt sé ólíkt hjá okkur og þessum þjóðum er margt í reynslu þeirra sem vert er að skoða, læra af því sem vel hefur tekist og forðast það sem miður hefur farið. Lokaorð Breytt viðhorf í þjóðfélaginu til ýmissa velferðarmála gefa nú tilefni til endurskoðunar á ríkjandi hefðum í þjónustu við minnihlutahópa á borð við fatlaða. Núverandi sveitarstjórnarlög, sem öðluðst gildi árið 1986, leggja sveit- arfélögum ýmsar skyldur á herðar gagnvart þegnum sínum. Þetta hefur þó ekki að neinu verulegu leyti náð til fatlaðra íbúa ennþá. Kannski færa nýleg lög um félagsþjónustu sveitar- félaganna okkur nær því marki, en þar segir meðal annars: „Markmið félagsþjónustu sveitarfélaga er að tryggja fjárhagslegt og félagslegt ör- yggi og stuðla að velferð íbúanna á grundvelli samhjálpar." En til þess að svo megi verða þarf að fylla enn frekar inn í ramma laganna, til dæmis jafnhliða endurskoðun laga um mál- efni fatlaðra, auk þess sem þarf að færa þekkingu á málefnum fatlaðra til sveitarfélaganna. Mikið hefur áunnist í málefnum fatlaðra á síðustu áratugunum, þó er þeirri uppbyggingu engan veginn lokið. Því verður að gera nákvæma og raunhæfa framkvæmdaáætlun um áframhald uppbyggingar í þágu fatl- aðra. Þar þarf að nást góð samvinna ríkis, sveitarfélaga og hagsmuna- samtaka fatlaðra um það hvaða þjónustu skuli flytja til sveitarfélag- anna, því ljóst er að ákveðin sérhæfð þjónusta verður áfram að vera á hendi ríkisins. Þá verður það aldrei of oft undirstrikað að kostnaðarlið- urinn má ekki gleymast - það verður að tryggja sveitarfélögunum tekju- stofna til að standa straum af auknum útgjöldum vegna nýrra verkefna. Ef þetta næst fram er óhætt að gera sér vonir um að stærri og öflugri sveitarfélög geti fært okkur nær því marki að allir þegnar landsins njóti sömu grundvallarmannréttinda og að samfélagið sé eitt fyrir alla. KRAFT KULDAGALLAR fyrir vinnu og leik 66°N framleiðir kuldagalla sem staðist hafa fullkomlega íslenskt veðurfar eins og það gerist verst. KRAFT kulda- gallarnir eru mikið notaðir af iðnaðarmönnum, bæjar- starfsmönnum og fleirum er starfa úti eða stunda mikla útiveru að vetri til. Stefndu á íslenskt í 66°N SKULAGÖTU 51 REYKJAVIK SÍMI 91-11520 307
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.