Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1995, Side 8

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1995, Side 8
FORUSTUGREIN Súðavík Mánudagurinn 16. janúar 1995 verður lengi í minnum hafður. í einu vetfangi er hluti byggðarlags lagður í rúst og 14 manns láta lífið. Snjóflóðið sem féll á Súðavík með fyrrgreindum afleiðingum er einhver mesti harm- leikur sem átt hefur sér stað á Islandi um langt árabil. Enn einu sinni skynjum við hversu lítils mannlegur máttur má sín gegn sterkum og miskunnarlausum nátt- úruöflunum. Sveitarfélögin í landinu hafa sameinast um að aðstoða Súðavíkurhrepp í þeim erfiðleikum sem hann stendur frammi fyrir og þjóðin öll sameinaðist með eftirminni- legum hætti í að styðja íbúa Súðavíkur til að hefja lífs- baráttuna á nýjan leik. Atburðurinn í Súðavík hefur þegar leitt til endurmats á snjóflóðavömum og staðarvali byggðar. Nauðsynlegt er að stórefla eftirlit og rannsóknir og gera allt sem í mann- legu valdi stendur til að íbúar víða á landsbyggðinni geti búið við öryggi en ekki ótta. Samband íslenskra sveitarfélaga flytur Súðvíkingum og þeim sem misst hafa ástvini innilegar samúðarkveðj- ur. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Grunnskólinn til sveitarfélaganna Mikil tímamót urðu í sögu sveitarfélaganna þegar Al- þingi samþykkti í lok febrúar ný lög um grunnskólann, sem fela í sér að allur rekstrarkostnaður grunnskóla fær- ist yfir til sveitarfélaganna. Um er að ræða stærsta verk- efnaflutning frá ríki til sveitarfélaga í áratugi. Ný lög um grunnskóla öðlast þegar gildi en koma að fullu til framkvæmda I. ágúst 1996, enda hafi Alþingi þá samþykkt lög um breytingar á tekjustofnum sveitarfé- laga, lög um breytingar á lögum um Lífeyrissjóð starfs- manna ríkisins, sem tryggi öllum þeim kennurum og skólastjómendum grunnskóla, sem rétt hafa átt til aðild- ar að Lífeyrissjóði ríkisins, aðild að sjóðnum og enn- fremur lög um ráðningarréttindi kennara og skólastjórn- enda við grunnskóla sem tryggi þeim efnislega óbreytt ráðningarréttindi hjá nýjum vinnuveitanda. Af hálfu Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur alltaf verið lögð rík áhersla á að samkomulag næðist milli rík- is, sveitarfélaga og kennara um mat á kostnaði og flutn- ingi tekjustofna til sveitarfélaga og kjara- og réttindamál kennara. Það hefur jafnframt verið skoðun sambandsins að ekki verði af yfirfærslu alls grunnskólakostnaðar frá ríki til sveitarfélaga fyrr en náðst hefur samkomulag milli aðila um efni þeirra lagafrumvarpa sem nauðsyn- legt er að samþykkja til að lögin komi að fullu til fram- kvæmda. Nú er að störfum svokölluð „flutninganefnd", skipuð fulltrúum ríkis, sveitarfélaga og kennara, sem unnu að undirbúningi yfirfærslunnar. M.a. á grundvelli þeirrar vinnu verða væntanlega nú í haust lögð fyrir Alþingi nauðsynleg lagafrumvörp vegna yfirfærslunnar. Sveitar- félögin þurfa samhliða að vinna að undirbúningi þess að yfirtaka verkefni fræðsluskrifstofanna og sérskóla svo og að fyrirkomulagi á kjarasamningsgerð við kennara og tilhögun annarra verkefna er þau yfirtaka frá ríkinu og ekki tengjast launagreiðslum til kennara. Sveitarfélögin í landinu hafa alla burði til að yfirtaka rekstur gmnnskólans og þeim er fullkomlega treystandi til þess. í 2. grein nýrra grunnskólalaga segir að grunn- skólinn skuli haga störfum sínum í samræmi við eðli og þarfir hvers og eins og í 29. gr. segir að í aðalnámsskrá skuli þess gætt að allir nemendur fái sem jöfnust tæki- færi til náms. Spyrja má á hvem hátt ríkið hefur tryggt jafnréttið á umliðnum árum og hvað sé átt við með því. Jafnréttið lýtur að því að öll böm á aldrinum 6-16 ára eiga sama rétt til náms í samræmi við lög um grunnskóla. Jafnrétti til náms hlýtur ennfremur að snúast um lágmarksrétt hvers og eins en jafnframt um það að hver einstaklingur fái að njóta hæfileika sinna án tillits til efnahags og ann- arra aðstæðna. Mismunur á milli skóla er þó til staðar og hafa þeir búið við misjafnar forsendur og skilyrði til að 2

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.