Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1995, Síða 11

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1995, Síða 11
UMH VERFISMAL hverfisráðuneytið. Nefndina skipa, auk for- mannsins: Guðmundur Þ Jónsson, tilnefndur af Al- þýðusambandi Islands, Guðni Gíslason, til- nefndur af Bandalagi íslenskra skáta, Hulda Valtýsdóttir, tilnefnd af Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Katrín Gunnarsdóttir, tilnefnd af Iþróttasambandi Islands, Olafur R. Dýr- mundsson, tilnefndur af Búnaðarfélagi Is- lands, Oskar Maríusson, tilnefndur af Vinnu- veitendasambandi Islands, Ragnheiður Jóns- dóttir, tilnefnd af Kennarasambandi Islands, Sigrún Helgadóttir, tilnefnd af Náttúruvemd- arráði, Svanhildur Skaftadóttir, tilnefnd af Landvernd, Sigurður A. Þráinsson, tilnefnd- ur af umhverfisráðuneytinu. Tilgangur umhverfisráðuneytisins með þátttöku í náttúruverndarárinu er að stuðla að: • aukinni þátttöku almennings í náttúru- vemd, • almennri vitundarvakningu, ekki síst meðal bama, um mikilvægi náttúru- og um- hverfisvemdar, • aukinni náttúruvernd og útivist í nágrenni þéttbýlis, • aukinni áherslu skipulagsyfirvalda og sveitarstjóma á vemdun náttúrulegra svæða í nágrenni byggðar. Markmiðið er að opna augu fólks fyrir þýðingu og mikilvægi náttúrulegra svæða og benda stjórnvöldum, landnotendum, skipu- lagsyfirvöldum og fleirum á nauðsyn þess að taka tillit til náttúrunnar og náttúrulegra svæða við skipulagningu landnýtingar, þró- un byggðar og atvinnuuppbyggingu. „Peir komu og þeir fóru“. Mynd Sigrúnar Stefánsdóttur sem hlaut 1. verölaun í Ijósmyndasamkeppni Evrópuráösins í tilefni Náttúruverndarárs Evrópu. Setning ársins Náttúruvemdarár Evrópu 1995 var sett í Strasborg þann 31. janúar síðastliðinn að viðstöddum þingmönn- um aðildarríkjanna á Evrópuráðsþinginu og fulltrúum undirbúningsnefnda allra þátttökulanda í árinu. Hér á landi var náttúruvemdarárið hins vegar sett formlega í Ráðhúsi Reykjavíkur þann 4. febrúar. Við það tækifæri var opnuð farandsýning á 33 verðlaunamyndum úr ljós- myndasamkeppni sem Evrópuráðið efndi til á síðasta ári í tilefni Náttúruvemdarársins. Alls bámst 2.200 myndir í keppnina frá 33 löndum. Einn íslendingur tók þátt í þessari samkeppni, þ.e. Sigrún Stefánsdóttir fréttamaður og vann hún til fyrstu verðlauna fyrir ljósmynd sem hún tók á Grænlandi. Þrjú eintök af sýningunni verða á flakki milli Evrópulandanna á þessu ári. Ákveðið var að setja árið fomilega hér á landi 4. febr- úar í tengslum við opnun ljósmyndasýningarinnar, þrátt fyrir að dagskrá ársins liggi ekki fyrir, til þess að kynna náttúruvemdarárið og hvetja sem flesta til þátttöku. Það er von umhverfisráðuneytisins að góð samvinna takist við sveitarfélög, stofnanir, félög, áhugamannasamtök, fyrirtæki og klúbba um þátttöku í Náttúruvemdarári Evr- ópu 1995 og að á næstu vikum verði sett upp dagskrá með þátttöku sem Uestra aðila. Merki ársins Við setningu ársins var kynnt merki og einkunn- arorð ársins hér á landi. Náttúruverndarár Evrópu 1995 Hið íslenska merki Nátt Hyggjum að framtíðinni - Hlúum að náttúrunni úruverndarárs Evrópu 1995 er útfærsla Áslaugar Jónsdóttur myndlistarmanns á hugmyndinni um þjóðarbióm fslendinga, holtasóley. Einkunnarorð náttúruverndarársins eru: Hyggjum að framtíðinni - Hlúum að náttúrunni. 5

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.