Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1995, Side 18

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1995, Side 18
UMHVERFISMAL Mynd 3: Hráefni og afurð. Efst til vinstri kurlaöar greinar, þá gras, hrossataö og loks aörar jurtaleifar. Framar á myndinni t.v. tveggja til þriggja vikna blanda, t.h. fullgerö tíu vikna afurð. Hluti hráefna var undir haust settur í jarðgerð þar sem annarri aðferð er beitt, s.k. breiðuaðferð. Sú aðferð er einfaldari og fyrirhafnarminni þar sem hráefnum er staflað í stóra breiðu sem hreyft er við með vélskóflu nokkrum sinnurn. Aðferðin tekur lengri tíma en múga- aðferðin, a.m.k. eitt ár, og því eru engar niðurstöður enn fyrirliggjandi af henni. Alls voru um 3.300 rúmmetrar settir í múga og annað eins í breiðu. Um haustið virtist rúmmál múganna hafa rýmað um þriðjung við jarðgerðina. Eftir sigtun mass- ans nú í vor má því reikna með að um 1500 rúmmetrar af jarðvegsbæti standi tilbúnir til notkunar. Hitamyndun Aðalsmerki vel heppnaðrar jarðgerðar er kröftug hita- myndun í massanum. Þegar frá líður minnkar svo hitinn og þegar hita- breytingar eru orðnar óverulegar er umbreytingu massans lokið. Um- breytingin er einnig vel sjáanleg þar sem hráefnin missa fljótlega áferð sína og lit, þau dökkna og verða eins- leitur massi þegar moldarefnin taka að myndast. Hitinn er gagnlegur af tveimur orsökum, hann flýtir ferlinu verulega og drepur einnig óæskilegar lífverur sem leynst geta í massanum, hugsanlega sýkla og illgresisfræ. Fylgst var reglulega með hitastigi í öllum múgum, alls 33 talsins (Mynd- ir 4—5). I langflestum múgum (29 af 33) var hitaferlið eins og vonast var til og skipti þá engu hvort massinn var í jarðgerð yfir hásumarið eða á haustmánuðum þegar farið var að kólna (Mynd 6). Að 10 vikum liðn- um var hitinn undantekningarlítið kominn niður fyrir 30°C og hita- breytingar óverulegar. Gerð var spírunartilraun við Garðyrkjuskóla ríkisins við Hveragerði til að sjá hversu til tókst við að eyða ill- gresisfræi úr massanum. Send voru 33 sýni og í 5 þeirra spíraði haugarfi, alls 10 fræ. Önnur sýni voru laus við ill- gresi. Spírun kom helst fram í þeim sýnum þar sem ekki hafði tekist sem skyldi með hitamyndun. Hreinleiki efna Haldgóðar vísbendingar komu fram um að hráefnin sem notuð eru í verkefninu séu ómenguð af þungmálm- um. Mest hætta er talin á að blý geti leynst í grasi sem kemur af umferðareyjum við fjölfamar götur. Blý í um- hverfinu á sér helst uppsprettu í útblæstri bíla. Tekin voru sýni af 7 stöðum í Reykjavík og styrkur málmsins Mynd 4 og 5: Hitastig mælt I múgum af mismunandi þroskastigum. Myndirnar sýna vel þá sýnilegu breytingu sem veröur á mass- anum viö jarðgerö.

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.