Sveitarstjórnarmál - 01.03.1995, Page 19
UMHVERFISMAL
mældur í grasi og jarðvegi. Mynd 7
sýnir niðurstöður blýmælinga. Lá-
rétta línan sýnir viðmiðunarmörk
fyrir blýstyrk í jarðvegsbæti (kom-
póst) á Norðurlöndum. Jarðvegsbætir
með blýstyrk undir viðmiðunarmörk-
um er metinn nothæfur til ræktunar
nratjurta í þessum löndum. Af mynd-
inni sést að gras er alls staðar langt
undir þessum mörkum og virðist því
ekki þurfa að hafa miklar áhyggjur af
blýmengun jarðvegsbætis úr garðaúr-
gangi af höfuðborgarsvæðinu. Frek-
ari athuganir verða þó gerðar á þung-
málmainnihaldi afurðar. Við sjáum
hins vegar að blýstyrkur í jarðvegi af
sýnatökustöðum er víða yfir viðmið-
unarmörkunum og yrði þ.a.l. dæmd-
ur óhæfur til matjurtaræktunar
annars staðar á Norðurlöndum. Sam-
bærilegar niðurstöður urðu af mæl-
ingurn á öðrum þungmálmum, nikk-
el, kadmíum, zinki og kopar.
Áburdargildi og ræktunar-
tilraunir
Einn hluti verkefnisins var að
ganga úr skugga um frjómátt afurðar,
þ.e. hversu hún reynist við ýmiss
konar ræktun. Ræktunartilraunir
undir gleri voru gerðar í samvinnu
við Garðyrkjuskóla ríkisins í október
- desember 1994. Ræktaðar voru
tvær tegundir plantna, tómatplöntur
og sumarblóm í 5 mismunandi gerð-
um jarðvegs. Niðurstöður þeirra at-
hugana gefa vísbendingar um að af-
urðin reynist vel við ræktun í gróður-
húsi. Efna- og jarðvegsmælingar
sýna að afurðin hefur há gildi fyrir
helstu næringarefni plantna, köfnun-
arefni, fosfór og kalíum (NPK). NPK
gildin eru hærri en fyrir hina stöðl-
uðu moldarblöndu sem notuð er við
Garðyrkjuskólann og margfalt hærri
en það sem gerist í íslenskum jarð-
vegi í náttúrunni. Sunr gildi voru svo
há að óttast var að þau myndu valda
eituráhrifum á plöntumar. Engin slík
áhrif komu þó fram við ræktunartil-
raunir Garðyrkjuskólans. Plöntur
sem uxu eingöngu í jarðvegsbæti án
áburðargjafar döfnuðu jafnvel og
þær sem fengu áburðarlausn til að
byrja með en í lengdina stóðst sú
Hitaferli tveggja múga borið saman. Seinni múginn var ekki myndaður fyrr en um
mánaöamótin ágúst / september og tók út þroskann viö haustveöráttu meðan sá
fyrri naut sumarsins. Lóörétt fall skýrist af hitatapi þegar múgunum er snúiö en
mælt var fyrir og eftir snúning.
Mynd 7:
Blý í grasi og jarðvegi af umferðareyjum í Rvík.
(ppm = milljónustu hlutar í þurrvigt)
Merki Gras Jarövegur Sýnatökustaöir
a 62 280 Umferðarljós viö Kringlumýrarbraut / Miklubraut
b 5 200 Kringlumýrarbraut milli Háaleitisbrautar & Miklubrautar
c 25 200 Miklabraut milli Grensásvegar & Réttarholtsvegar
d 43 50 Umferöarljós viö Sætún / Sæbraut
e 16 30 Sæbraut milli Höföatúns & Kringlumýrarbrautar
f 5 100 Grænt svæöi milli Hamrahlíöar & Grænuhlíöar
g 5 50 Espigeröi viö Grensásdeild Borgarspítalans
Yfirlit blýmælinga af sjö umferöareyjum í Reykjavík. Lárétta línan á myndinni sýnir
viömiöunarmörk fyrir blýinnihald jarövegsbætis til notkunar í landbúnaði á Noröur-
löndum. Gras er alls staöar vel undir mörkunum en jarövegur viö fjölförnustu
göturnar hefur safnaö i sig blýi.