Sveitarstjórnarmál - 01.03.1995, Qupperneq 26
FELAGSMAL
7. mynd
jafnlega eftir. Minnstu sveitarfélög-
in hafa dregist æ meira aftur úr. Þau
eru í eins konar vítahring; það er
ætlast til að þau veiti þjónustu sem
þau ráða ekki við sakir mannfæðar
og einmitt vegna þessa þjónustu-
leysis flýr fólk þau á náðir hinna
burðarmeiri bæja. Sveitarstjórnir
hafa lengst af hvorki borið gæfu til
þess að sameina hreppa né taka upp
samvinnu um þjónustu og horfa
margar aðgerðalitlar, sumar jafnvel
í besta skapi, á þessa þróun, sem
getur ekki endað nema á einn veg.
Núna er sprottið upp ákaflega
flókið og ógagnsætt opinbert til-
færslukerfi peninga í landinu, sem
a.m.k. í orði hefur að markmiði að
jafna kjör fólks; með öðrum orðum
taka fé af hinum betur megandi og
aflögufæru og flytja til hinna verr
stöddu, dæmi: tekjutrygging, upp-
bót, heimilisuppbót, sérstök uppbót,
bensínstyrkur, vaxtabætur, húsa-
leigubætur, bamabætur, barnabóta-
auki o.s.frv. o.s.frv. Hrói höttur
beitti tiltölulega gagnsærri aðferð
við kjarajöfnun; hann rændi ríkis-
bubba og gaf fátækum en það er alls
ekki auðsætt hver samanlögð heild-
amiðurstaða þessara tilfærslna allra
í íslenska velferðarkerfmu er; hvort
fé er í raun tekið af hinum vel stæða
og hvort það sem tekið er lendir í
raun hjá hinum illa stæða. (1.
mynd).
Margir óttast að í reynd sé það
sem hinir fátæku fá alls ekki komið
frá hinum ríku, heldur til dæmis frá
þeim næstfátækustu, þannig að til
verði hringrás fólks kringum fátækt-
armörkin; aðferð við tekjujöfnun
sem stundum er kölluð „haltur-leið-
ir-blindan“. (2. mynd).
Árið 1991 voru sett lög um fé-
lagslega þjónustu sveitarfélaga og
þá féllu framfærslulögin frá 1947 úr
gildi. Hvað fjárhagsaðstoð snerti
breyttu þessi nýju lög að vísu ýmsu
en þó ekki því meginatriði að sveit-
arfélögin hafa eftir sem áður skyldu
til að veita þeim íbúum fjárhagsað-
stoð til framfærslu sem þeim er
sjálfum um megn - að aðstoðin
skuli vera sem nauðsyn krefur - og
eftir sem áður er það á ábyrgð sveit-
arstjómar að meta hve mikils nauð-
syn krefur, þ.e. hve mikil fjárhags-
aðstoðin skal vera hverju sinni. Nýtt
var hins vegar í lögunum frá 1991
að sveitarfélögin eru nú skylduð til
að setja reglur um fjárhagsaðstoð og
gera ráðuneyti félagsmála grein fyr-
ir þeim. Þau eru samkvæmt lögun-
um alveg sjálfráð um hvemig regl-
urnar eru og grunnupphæðir fjár-
hagsaðstoðar eru ekki lögbundnar
hérlendis eins og þekkist frá ná-
grannalöndum okkar. Ákvæðin um
sveitfesti, sem um aldir höfðu kost-
að svo mikið af bleki og támm, em
afnumin með lögunum frá 1991,
framfærsluskylda uppkominna
barna gagnvart foreldrum sínum
öldruðum sömuleiðis og nú getur
borgarinn áfrýjað ákvörðunum um
fjárhagsaðstoð til ráðuneytisins og
fengið leiðréttingu, a.m.k. ef sveit-
20