Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1995, Side 37

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1995, Side 37
SKIPULAGSMÁL Olafsfjörður. Loftmynd: Landmælingar Islands, 7. ágúst 1994. Nýjar litmyndir frá Landmœlingum Islands Þorvaldur Bragason deildarstjóri og Magniís Guðmundsson landfraðingur Landmœlingum Islands Inngangur Landmælingar Islands hafa meðal annars það hlutverk að taka loftmyndir vegna kortagerðar og tengdra verkefna hér á landi. Stofnunin hefur séð um töku loft- mynda á hverju ári síðan 1950 og varðveitt þær í loftmyndasafni. Einnig eru í safninu loft- myndir sem erlendar stofnanir hafa látið taka af landinu í áranna rás. Alls geymir safnið nú yfir 130.000 myndir frá tímabilinu 1937-1994 og er það mikill kostur fyrir notendur að geta gengið að heildarsafni mynda af öllu landinu á einum stað. Svarthvítar myndir hafa verið ráð- andi í myndatökunni en á seinni árum hefur litmynda- taka færst í vöxt. Síðastliðið sumar voru meðal annars teknar litmyndir af 30 kaupstöðum á landinu. Um loftmyndatöku Við loftmyndatöku eru notaðar stórar myndavélar og sérútbúnar flugvélar, en búnaður til töku og vinnslu loft- mynda er mun stærri og dýrari en almennt þekkist í ljós- myndagerð. Landmælingar íslands hafa leigt flugvélar til loftmyndatöku en notað eigin myndavélar.

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.