Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1995, Side 40

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1995, Side 40
SKIPULAGSMAL lands þurfa að alla sértekna með sölu gagna til þess að greiða um 40% af rekstrarkostnaði. Um þriðjungur þess fæst af tekjum af verkefnum fjarkönnunardeildar, að stærstum hluta vegna sölu á loftmyndum. Heildarskráning loftmyndasafnsins samkvæmt nýju skráningarkerfi hófst árið 1981. Frá þeim tíma hefur verið byggt upp upplýsingakerfi urn loftmyndir og fylgst vel með framleiðslu og notkun þeirra. Á tímabil- inu 1981-1994 voru teknar um 43.000 loftmyndir. Myndatökudagar voru 16 á ári að meðaltali og flugtími 48 klst, teknar voru um 3000 loftmyndir og myndaðir um 6400 lengdarkílómetrar að meðaltali á ári. Fram- leiðsluverkefni á þessu tímabili fyrir aðra en Landmæl- ingar íslands voru um 900 á ári. Þau dreifast þannig á árið að flest verkefni koma inn og eru unnin á suinrin en fæst yfir háveturinn. Að meðaltali voru unnar rúmlega tíu þúsund myndir á ári á áðumefndu tímabili, þar af um helmingur fyrir notendur utan stofnunarinnar. Myndir Landmælinga íslands vom aðallega snertimyndir, gerðar NOTKUNLOFTMYNDA Verkefni á ári 200 NOTENDUR LOFTMYNDA - SKIPTING VERKEFNA vegna loftmyndasafns og landgreiningar fyrir kortagerð. Um helmingur tekna af loftmyndum fæst vegna sölu stækkana til viðskiptavina, en urn 1400 stækkanir eru unnar á ári. Flest verkefni á sviði loftmynda eru unnin fyrir ein- staklinga (46%), þá ríkisstofnanir (28%) og síðan sveit- arfélög og fyrirtæki (26%). Helstu notkunarsvið við- skiptavina stofnunarinnar á fyrrnefndu tímabili voru: byggðaskipulag, landfræði- og jarðfræðirannsóknir, landanterki og landsala, kortagerð, sumarbyggð, gróður- rannsóknir og landgræðsla. Lokaorö Loftmyndir eru grundvallargögn við skipulag og kortagerð. Nákvæm framkvæmdakort em byggð á þeini og með því að byggja í verkefnum frá upphafi á notkun loftmynda sparast fjármunir á seinni stigum. Mikilvægt er að gerð verði áætlun um loftmyndatöku af öllum þétt- býlisstöðum landsins. Taka þarf ákvörðun fyrir hvern stað um myndatökusvæði og velja flughæð og stefnu fluglína. Þetta þarf að gerast í samráði Landmælinga ís- lands, sveitarstjómarmanna og skipulagsyfirvalda. Við gerð áætlunarinnar þarf að tryggja fjármögnun og taka tillit til þarfanna á hverjum stað, með sem mesta hag- kvæmni og notagildi að leiðarljósi. Helstu heimildir: Aerial Photography in the Nordic Countries, 1994. (Sameiginleg skýrsla norrænna kortastofnana). Ágúst Guðmundsson, 1985: Reglubundið loftmyndaflug af íslandi. Áætlun. (Fylgirit með fjárlagatillögum Landmælinga íslands 1985). Loftmyndir af íslandi 1981-1994. Ársskýrslur fjarkönnunardeildar Landmæl- inga íslands. LMÍ 1982-1995. Þorvaldur Bragason og Magnús Guðmundsson, 1994: Loftmyndir. AVS 15. árg. 4. tbl., bls. 71-74. 34

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.