Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1995, Page 41

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1995, Page 41
ÍÞRÓTTIR OG ÚTIVIST íþróttahúsiö á Djúpavogi. Nýtt íþróttahús á Djúpavogi Inngangur Hinn 1. desember 1994 var íþróttahús grunnskólans á Djúpa- vogi fonnlega vígt. Forsaga íþrótta- hússbyggingarinnar er sú að síðla árs 1987 fór þáverandi hreppsnefnd Búlandshrepps þess á leit við Gísla Gíslason arkitekt að hann gerði til- lögu að íþróttahúsi sem rísa ætti við grunnskólann á Djúpavogi. Húsið ætti að vera ódýrt, fallegt og nýtast vel. Hinn 1. mars 1988 samþykkti hreppsnefnd síðan þau frumdrög teikninga senr fyrir lágu. 16. nóv- ernber sama ár eru byggingamefnd- arteikningar lagðar fyrir byggingar- nefnd og þær samþykktar þar. I framhaldi af því eru gerðar jarð- vegsathuganir á svæðinu og grafnar nokkrar tilraunaholur. Arið 1989 má segja að formlegar Ólafur Ragnarsson sveitarstjóri byggingarframkvæmdir hefjist. Þá er graftð fyrir húsinu. Arið 1990 er unnið við hönnun hússins. Upp- steypa kjallara undir baðhús og veggir íþróttasalar voru boðnir út árið 1991. Trésmiðja Djúpavogs var lægstbjóðandi í þann áfanga. í fram- haldi af þeim verkhluta var samið við trésmiðjuna um að steypa upp baðhúsið. Þeirri framkvæmd lauk 1992. Árið 1993 var húsið gert fokhelt. Fjarðarverk hf., Djúpavogi, vann það verk. Þegar húsið var komið á þetta stig var nokkur þrýstingur á að ljúka því. Hreppsnefnd ákvað því að boða alla iðnaðarmenn í sveitarfélaginu á fund og freista þess að ná sam- komulagi við þá um áframhald framkvæmda á ákveðinni prósentu af kostnaðaráætlun. í febrúarmánuði 1994 var búið að ganga frá samn- ingum við heimamenn um fullan frágang á húsinu. Alls voru þetta 10

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.