Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1995, Síða 42

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1995, Síða 42
ÍPRÓTTIR OG ÚTIVIST verksamningar við heimamenn og að auki 3 samningar við aðra aðila. Segja má að þctta fyrirkomulag hafi gefist vel og framkvæmdaáætlun stóðst ágætlega. Hönnuðir Eins og áður hefur komið fram, teiknaði Gísli Gíslason arkitekt, Pósthússtræti 9, húsið. Hönnun hf., Síðumúla 1, sá um verkfræðiteikn- ingar ogVerkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen hf. (VST hf.), Armúla 4, sá um teikningar á rafmagni. Þá sá verkfræðistofan Hönnun og ráð- gjöf hf. á Reyðarfirði unt eftirlit með framkvæmdum. íþróttasalur Salur hússins er 442 m: eða 15x29,5 m leiksvæðið. Brúttó fer- metrastærð salarins er 569 m:. Veggir salarins eru steyptir upp í þriggja metra hæð ásamt kjallara undir baðhús og baðhús er einnig steypt. Ofan á salinn er síðan komið fyrir límtrésbitum og utan á þá kem- ur Planja-stálklæðning. Húsið er einangrað með 100 mm steinull og klætt innan með spónaplötum. I lofti salarins er 200 mm þykk steinull og Frá vígslu íþróttahússins 1. desember sl. loftið klætt með hljóðdempandi Planjaplötum. A salargólfi er I4 mm dúkur með 2 mm yfirlagi frá Pulastik, sem Vélsmiðjan Oðinn sf. í Keflavík sá um frágang á. Segja má að efnisval á salargólfið hafi verið erfiðasta ákvörðunin, enda ein af þeim mikilvægustu í byggingu svona húss. Aður en ákvörðun var tekin fóru sveitarstjórnarmenn og skoðuðu nokkuð mörg hús og í framhaldi af því var þremur aðilum gefinn kostur á að gera tilboð í gólf- dúkinn og var Pulastik ódýrast. Þeg- ar velja á efni á gólf íþróttahúsa þarf að taka tillit til sjónarmiða bolta- manna og frjálsíþróttamanna. Við teljum að við höfum farið leið sem er ásættanleg fyrir boltamenn, en uppfyllir þó ströngustu kröfur þýskra Din-staðla um iðkun annarra íþrótta. Barnakór Tónskóla Djúpavogs söng viö vígsluna. Á miöri mynd er stjórnandi kórsins, Erika Jaszayi, kennari viö Tónskólann, og lengst til vinstri á myndinni skólastjórinn, Laszló Juhász, sem annaöist undirleik á gítar ásamt tveimur nemendum. Pau eru bæöi ungversk. Myndirnar meö greininni tók Jónas Pór Jóhannsson. Þjónustukjarni og tengi- bygging Þjónustu- og tengibyggingar eru samtals 365 nr með kjallara. Þar af er kjallari 128 m:. I honum er kom- ið fyrir tækjaklefa, þreksal og saunabaði ásamt Ijósabekk. A efri hæð eru böð, móttaka og kaffistofa. Tónskólinn hefur aðstöðu þar og þá var ákveðið að láta Ungmennafélag- ið Neista hafa herbergi fyrir aðstöðu sína. Verktakar buðu út innréttingar í þjónustukjarnann. Tekið var til- boðum frá trésmiðjunni Ymi sf. á Akureyri í skápa og innréttingar. Hurðir eru frá Birkitré sf. á Egils- stöðum, handrið og stálsmíði frá Vélsmiðjunni Kofra í Hafnarfirði. Þá sá Malland hf. á Djúpavogi um 36

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.