Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1995, Page 44

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1995, Page 44
MENNINGARMÁL Grettistak á Akranesi Listaverk á opin svœði Asmundur Olafsson, framkvœmdastjóri Dvalarheimilisins Höfða D v a I a r - h e i m i I i ð Höfði á Akranesi er sjálfseignar- stofnun fyrir aldraða og öryrkja og eru eigendur Akraneskaupstaður og sveitarfélög- in fjögur sunnan Skarðsheiðar, þ.e. Innri-Akraneshreppur, Skilmanna- hreppur, Hvalfjarðarstrandarhreppur og Leirár- og Melahreppur. Heintil- ið stendur suðaustantil í bænum á litlu nesi sem skagar í sjó fram og heitir Sólmundarhöfði. Framkvæmdir vió Höfóa Framkvæmdir við uppbyggingu öldrunarþjónustu að Höfða hófust fyrir u.þ.b. tveimur áratugum. Fyrsti áfangi var tekinn í notkun í febrúar 1978 og á árunum 1990 til 1992 var svo tekinn í notkun síðari áfangi byggingarinnar. I framhaldi af því hófust fram- kvæmdir við lóðina umhverfis byggingamar. Lóðin er um 14.500 fermetrar að stærð. Með lóðarfram- kvæmdum má segja að ljúki ákveðnum áfanga í uppbyggingu öldrunarþjónustu á svæðinu, sem hófst fyrir um tuttugu árum. Samkeppni um listaverk á lóó A fundi í fjáröflunar- og fram- kvæmdanefnd Höfða þann 16. apríl 1993 var ákveðið að halda lokaða samkeppni um gerð listaverks á lóð heimilisins. Dómnefnd skipuð af Höfða og Sambandi íslenskra 38

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.